Ekki vitað hvar Osama Bin Laden er niðurgrafinn - orð að sönnu.

Þegar leitað er upplýsinga um Osama Bin Laden virðist hann vera algjörlega horfinn af yfirborði jarðar. Ekkert hefur sést til hans eða frá honum heyrst lengi svo staðfest sé. Ýmsir aðilar telja reyndar að hann sé löngu dauður, fyrir ca. 7-8 árum síðan. En engar upplýsingar eru fáanlegar um hvar hann er grafinn, eða niðurgrafinn eins og það er líka kallað. Al Qaida samtökin eru líka sögð fjárvana og máttlaus.

Og þá er nú spurning um af hverju enn er verið að leita að honum? Er verið að nota Bin Laden, dauðan eða lifandi, sem tylliástæðu til að halda úti stríðsbrölti í Afghanistan og Írak. Og til að vera með stæla við Íran og Pakistan? Allavega virðist engin ógn stafa af Osama Bin Laden í raun, þó vesturlönd séu enn dugleg að markaðssetja hann sem óværu sem þurfi að elta endalaust. Og fórna í því skyni mörgum mannslífum saklauss fólks og barna.


mbl.is Verja ákvörðun Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband