Þá versnar enn skuldastaðan frá síðustu viku - nálgast hratt 400%

Það er vissulega gott að útflutningur eykst og innflutningur minnkar. En verra er að landsframleiðslan er að dragast hratt saman. Það þýðir m.a. að erlendar skuldir þjóðarinnar fara hratt hækkandi sem hlutfall af landsframleiðslu. Slæm var staðan fyrir, í síðustu viku var í umræðunni að erlendu skuldirnar væru um 350% af landsframleiðslu. Nú er ljóst að landsframleiðslan er að dragast mikið saman þannig að ef þetta yrði reiknað út m.v. nýjustu tölur þá er skuldastaðan líklega að nálgast 370% núna og verður komin í 400% eftir eitt eða tvö ársfjórðungsuppgjör í viðbót ef þróunin verður áfram í þessa átt.

Er enn til fólk sem heldur virkilega að það sé ekkert mál að borga Icesave?? Hvað segir Gylfi ráðherra núna??


mbl.is Mikill samdráttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband