Loksins kemur eitthvað upp á borð.

Það er nú gott á þessari tækniöld að hafa vefsvæði eins og Wikileaks og leyniþjónustur sem skoða tölvupósta og farsímanotkun. Fyrir vikið tekst að koma einhverjum mikilvægum upplýsingum upp á borðið, eins og sagt er. Ríkisstjórn Íslands vill hafa allt uppi á borðum eins og forystumenn hennar hafa marglýst yfir. Því miður hefur þeim ekki tekist að framfylgja þessari yfirlýstu stefnu hjálparlaust. En nú er það kannski að breytast með hjálp Wikileaks.

Annars vil ég bara hvetja fólk til að lesa þennan tölvupóst á Wikileaks þó þar komi ekki margt óvænt fram. Aðallega staðfesting á því sem ég og margir hafa haldið fram, að AGS stjórni hér. Þeir vilja bara að við borgum Icesave, hvernig sem við látum það líta út gagnvart þjóðinni. Ef við gerum það þá hleypa þeir einhverjum lánum í gegn, væntanlega til að við höfum eitthvað til að borga með.

Þannig að það má senda alþingismenn og ríkisstjórnina í langt frí. Hagfræði asnans sem elti gulrótina ræður hér för.


mbl.is Icesave-póstar á Wikileaks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband