Hvaða vesen er á þessu liði, aðilum vinnumarkaðarins?

Af hverju ætti stöðugleikasáttmálinn að vera í uppnámi? Er það af því að ekkert af því sem var samið um hefur staðist? Ef svo er þá er það eðlilegt. Ríkisóstjórnin ræður engu, hvorki sjálfri sér eða landsmálum. Það er AGS sem ræður hér ferðinni, allavega um stýrivexti, gengismál, erlendar skuldir, gjaldeyrishöft, skattahækkanir, launalækkanir og annan niðurskurð. Þessi sáttmáli er því auðvitað ólöglegur, því aðilar vinnumarkaðarins sömdu ekki við raunverulega valdhafa í landinu. Og þá þýðir ekkert að vera að röfla núna og þykjast hissa á að viðsemjandinn standi ekki við sitt. Menn geta bara sjálfum sér um kennt, að semja við umboðslausar undirtyllur. Ég segi umboðslausar undirtyllur, því ríkisóstjórnin hefur bara umboð frá þjóðinni til að fara eftir fyrirskipunum AGS. Og svo skiptir heldur engu þó samningnum verði sagt upp eða boðað til verkfalla. AGS mun koma og siða ykkur til eins og þarf svo að þeir fái borgað, þeir hirða allt kjötið af beinunum en aðilar vinnumarkaðarins geta svo gelt eins og hundar og slegist um beinin.

Á einfaldara máli þýðir þetta að AGS, með skilaboðum í gegn um ríkisóstjórnina, mun upplýsa aðila vinnumarkaðarins fljótlega um hve mikið þarf að lækka launin og hækka skattana, svo þurfið þið að koma ykkur saman um hvernig verður farið að því.

En svo er líka spurning um hvort nokkuð þarf að segja þessum stöðugleikasáttmála upp. Hér ríkir stöðugur óstöðugleiki og er það ekki stöðugleiki í sjálfu sér? Stöðugleiki er væntanlega rauði þráðurinn í stöðugleikasáttmálanum. Verið nú jákvæð og horfið á björtu hliðarnar á þessu þó fáar séu!


mbl.is Stöðugleikasáttmálinn í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband