Um heimilisaðstoðarfrumvarpið sem er nýorðið að lögum.

Eftir að hlusta á umfjöllun um þetta frumvarp sem er nýorðið að lögum virðist mér það hafa yfir sér þann blæ að vera hannað til að ríkisbankarnir geti sparað sér lögfræðikostnaðinn þegar þeir hirða eignir fólks af því. Þessi "aðstoð" felst í því að skuldir verða afskrifaðar, nema skuldir vegna hóflegrar íbúðar og hóflegs bíls, og allar aðrar eignir en hóflega íbúðin og hóflegur bíll ganga á móti afskrifuðum skuldum til bankans. Þetta virðist nú aðallega vera gert til þess að bankarnir geti afgreitt málin einhliða og eins og þeir vilja með hóflegum kostnaði og hóflegri fyrirhöfn þannig að menn geti líka bara viðhaft hófleg mótmæli á meðan þetta gengur yfir. Ætli menn verði svo ekki bara að búa í hesthúsum og ferðast á hestum á eftir. Þá verður svo hóflegt hjá fólki með alla þessa gömlu góðu hófa og hóflega hófaskelli.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er talað um að selja eigi stóru eignirnar og umfram, eða auka, bílana.

En mín spurning er, HVER KAUPIR ÞESSAR EIGNIR ?????

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 12:36

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæl Anna. Þetta er góð spurning hjá þér. Ég býst við að svörin við henni fari að láta kræla á sér bráðum

Jón Pétur Líndal, 27.10.2009 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband