Ríkisstjórnin vissi, ráðherrar vissu, formenn flokkanna vissu, mikill þrýstingur og leppar.

Þetta eru nú upplýsingar sem koma fram í frétt RÚV rétt áðan um miklar lánveitingar Seðlabankans til bankanna skömmu fyrir hrun í fyrra og gagnrýni Ríkisendurskoðunar á þær.

Litlu bankarnir voru notaðir sem leppar til að ná peningum út úr Seðlabankanum út á ónýtar tryggingar. Davíð fundaði margoft með ráðherrum út af stöðu bankanna. Meira að segja heilög Jóhanna mætti á fund út af þessu en passaði sig á að mæta seint og fara snemma, þannig að hún missti af þessu umræðuefni. Hvað hafði Jóhanna að gera svo merkilegt að hún kaus að fylgjast ekki með framvindu efnahagsmála í landinu.

Og þó Davíð talaði við alla og allir sem einhverju réðu vissu allt sem þeir þurftu að vita þá fór sem fór. Svo er reynt að kenna bara Davíð um. Aumingjar.

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item316512/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri Jón Pétur, góður punktur hjá þér, ég hafði einnig á tilfinningu allan tímann að Dabbi kóngur reyndi ÍTREKAÐ að fá Geir Haarde & Ingibjörg til að skilja að HRUN bankanna blasti við, en ég hafði alltaf á tilfinningunni að þau hafi sagt: "..við skulum vona að þetta REDDIST allt..!"  Reyndar komst maður síðar að því að í raun var búið að MÚTA þeim & þeirra FL-okkum til að gera ekkert - sorry - styrkja þau & þeirra FL-okka til að gera ekkert.  Vissulega var Dabbi lélegur Seðlabankastjóri, en ég tek undir það að frekar ósmekklegt er hjá vissum stjórnmálamönnum að reyna að setja alla ábyrgð á Dabba - en þetta fólk kan í raun ekki að skammst sín..!  Við skulum vona að þetta LIÐ verði dregið fyrir Landsdóm og látið sæta refsingum - það er algjör lágmarks krafa fólksins í landinu. 

 Ég byrjaði að vara við bankahruni hérlendis frá árinu 2004, augljóst að ríkið okkar gat ekki bakað upp þessa útrásar villimennsku þeirra og auðvitað bar "ríkisstjórninni & Seðlabankanum" að grípa inn í - Seðlabankinn átti að hækka bindisskyldu bankanna upp í 25% eins og gert var í t.d. paletsínu, en því miður stendur SjálfstæðisFLokkurinn fyrir "blint FRELSI" - frelsi sem óreiðumenn & glæpamenn misnotuðu - framferði þeirra skerðir frelsi mitt & hefur valdið okkar samfélagi óbætanlegu tjóni.  En því miður tengist hugmyndarfræði Ránfuglsins "blindri græðgisvæðingu" - "greed is goooooood" - þetta LIÐ lifir í einhverjum sýndarveruleika & því fer sem fer!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband