Góð og vond auglýsing.

Þetta er nú aldeilis furðulegt uppátæki hjá þeim sem eru að falsa einhverjar bull undirskriftir sitjandi við tölvur í stjórnarráðinu og á Fréttablaðinu.

En þetta er vissulega góð auglýsing fyrir InDefense hópinn og greinlegt að það fer um eitthvað lið sem þolir ekki afskipti almennings af eigin framtíð.

Og þetta er virkilega slæm auglýsing fyrir ríkisstjórnina og aðstandendur Fréttablaðsins sem bera ábyrgð á þessu með einum og öðrum hætti. Ég skal nú reyndar viðurkenna að þó ég finni Steingrími og Jóhönnu flest allt til foráttu þá trúi ég nú ekki að þessi undirskriftafölsun sé að þeirra undirlagi. En þau þurfa að taka á þessu máli. Þetta er of slæmt og spillt til að láta kjurt liggja. En ég býst varla við að þau geri nú neitt í þessu og þess vegna enda þau líklega með að fá þennan blett á sig sjálf að lokum.

Hins vegar er þetta skiljanlegra með Fréttablaðið. Þar eru hvort eð er næstum aldrei skrifaðar fréttir. Ég sé nú blaðið flesta daga eins og aðrir og það er alveg sama hvað ég leita að fréttum í því, þær eru svo fáar og stuttar að maður þarf ekki einu sinni að hægja á flettingunni á blaðinu til að sjá hvað eru fréttir og hvað er áróður. Ég hef hlegið með sjálfum mér að því að þetta skuli heita "Fréttablaðið". Þetta blað sem hefur ekki flutt eina markverða frétt frá því einhvern tíma 2007 eða 2008 þegar blaðið "kaus" Jón Ásgeir Jóhannesson mann ársins í viðskiptalífinu og flutti í framhaldinu fréttir af kosningunni og afrekum Jóns Ásgeirs. Ég skil ekki af hverju ríkið er að halda úti þessi blaði ennþá með fé og afskriftum úr ríkisbönkunum til fjölmiðlasamsteypu þess manns sem blaðið flutti síðast frétt um. Og nú virðist blaðið vera orðinn útgefandi að fölsuðum undirskriftum. Kannski maður sjái á síðum þess á næstu dögum frétt sem afhjúpar þetta mál.


mbl.is Bullundirskriftir raktar til stjórnarráðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband