Ótrúlega heimskir hagfræðingar - leggjum við traust okkar á svona hagfræði?

Því er haldið fram í fjölmiðlum í Bandaríkjunum að nú þegar Warren Buffet hefur ákveðið að fjárfesta í járnbrautafyrirtæki telji aragrúi greinenda, hagfræðinga, sjóðsstjóra og annarra áhrifamanna í fjármálakerfi landsins að það sé vísbending um að botni kreppunnar sé náð þar í landi. Svo örugglega hljóti botninum að vera náð að nú sé óhætt að skála í kampavíni fyrir betri framtíð í fjármálageiranum.

Í fréttinni kemur fram að um 80% hagfræðinga í USA telja að nú sé það versta af þessari kreppu yfirstaðið, um leið er minnt á að nærri 100% þeirra sáu hana ekki fyrir.

Það eru ótrúleg áhrif sem Warren Buffet hefur í fjármálakerfi Bandaríkjanna og vissulega hefur hann reynst happasæll fjárfestir í gegn um tíðina. En þessi blinda trú á manninum er engu að síður bara múgsefjun og ótrúleg heimska, en á ekkert skylt við hagfræði og skynsemi.

Og Buffet hefur ekki verið óskeikull með fjárfestingar í flutningageiranum. Upp úr 1990 fjárfesti hann um 358 milljónir dollara í U.S. Airways flugfélaginu. Þessi fjárfesting varð fljótt að engu og þá skrifaði Buffet bréf til fjárfestanna sem hann hafði tapað peningum fyrir til að útskýra þessa lélegu fjárfestingu. Þar útskýrði hann líka í leiðinni hvernig maður verður milljónamæringur í USA. "Fyrst þarftu að verða milljarðamæringur, svo kaupirðu flugfélag."

Þessi ofangreinda fjárfesting Buffets segir allt sem segja þarf um hvað það er ótrúleg heimska þegar hagfræðingar og aðrir fjármálamenn ákveða að ein stök fjárfesting eins gamals manns sé svona merkilegur hagvísir. En úr því að hagfræðin virkar svona er best að leggjast á bæn og biðja um að þetta gangi eftir í þetta sinn og Buffet hafi farið fram varðandi fjárfestingar í flutningageiranum. Framhald kreppunnar ræðst að einhverju leiti af þessu.


mbl.is Litlar breytingar eftir stýrivaxtaákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband