Vitum enn ekkert hvert stefnir.

Það er svo sem ekki skrýtið eða óviðbúið að þetta "fjármálakerfi" okkar fái falleinkunn. Það er enn ekki vitað um stærð bankanna nýju eða tap þeirra gömlu. Það er ekkert tekið á þeim sem voru við stjórnvölinn og það er lítið gert í að rekja slóðir peninganna. Það er úbreiddur misskilningur að botninum sé náð og að við förum bráðum að rétta úr kútnum. Hvernig getum við fullyrt slíkt þegar við vitum ekki einu sinni hvar "fjármálakerfið" stendur í dag eða hvers virði það er nú. Og við vitum heldur ekki hve mikið tjónið varð í hruninu.

Það hefur löngum verið staðhæft að það sé erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina. Erfiðast hlýtur þó að vera að spá þegar ekki er einu sinni vitað hver staðan er eða út frá hvaða forsendum er verið að spá. Við erum svo róleg í þessu að við getum ekki einu sinni spáð um fortíðina. Svona er þetta nú hér á Íslandi.

Það versta er samt að þetta á almennt við um fjármálakerfi heimsins. Í þessu tilliti er Ísland ekki stakt tilvik. Fjármálakerfin mígleka öll peningum ennþá, það er sífellt verið að dæla skattfé í fjármálakerfin í þeirri von að þannig stoppi lekinn. Það er alls staðar verið að beita auðveldum skyndilausnum og reddingum, en lítið um rökhugsun og langtímaplön. Það er fátt gert annað en að ausa peningum í allar áttir og stundum segja menn "skamm" í leiðinni þegar um veruleg og augljós fjársvik og ósvífni er að ræða. Það er hins vegar lítið verið að huga að kerfisbreytingum eða áhættusækni eða bættu lagaumhverfi, gagnsæi og eftirliti. Vitleysisganginum hefur verið breytt heilmikið en hann hefur alls ekki verið stöðvaður. 2007 viðhorfin ráða enn ferðinni algjörlega, núna er bara verið að soga skattpeninga inn í svarthol fjármálakerfanna, því almenningur og fyrirtækin eru þurrausin. Þangað er ekki hægt að sækja meira með beinum hætti.


mbl.is Ísland fær lægstu einkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband