Menguð samgöngustefna Reykjavíkur?

Ef ESB nær góðum árangri með að stöðva alveg notkun bensín og dísilbíla í miðborgum Evrópu á næstu 39 árum, ef það verður þá ekki sjálfhætt fyrr vegna olíuþurrðar í heiminum, þá er fróðlegt að velta fyrir sér hvernig umferð verði háttað í Reykjavík.  Verður Reykjavík sú borg sem síðast býður íbúum raunverulega valkosti við bensín og dísilbílinn?

Hvaða valkostir eru raunhæfir þegar við hugum að framtíðarþróun bílsins?

Er það rafmagnsbíllinn?  Varla, því hann nýtir orkuna allra bíla verst og er þar að auki kaldur þannig að það þarf helst að kynda miðstöðina í honum með bensíni, olíu eða gasi svo hann sé vel heitur í köldum löndum eins og Íslandi.  Auðvitað mun rafmagnsbíllinn þróast eitthvað áfram og hugsanlega getur hann með þróuðum efnarafölum orðið góður kostur í framtíðinni.  En í dag eru rafmagnsbílar einfaldlega versti kosturinn sem býðst fyrir þá sem vilja leggja bensín og dísilbílum.

Eru það þá lestir sem eru lausnin?  Varla, það er einfaldlega allt of dýrt dæmi fyrir eins fámenna borg og Reykjavík að meðtöldu höfuðborgarsvæðinu öllu.  M.v. fólksfjölda, stofnkostnað, rekstrarkostnað og skuldastöðu samfélagsins er nánast útilokað að lestakerfi geti orðið hagkvæmur kostur á Höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2050.

Eru það tvinnbílar eða metanbílar.  Ekki heldur, því þeir eru líka bensín eða dísilbílar, nota allir eitthvað af hefðbundnu eldsneyti með.  En þeir eru þó mikil framför frá hefðbundnum bensín og dísilbílum.  Eyða minna, menga minna eða hvort tveggja.

Eru það vetnsibílar.  Það er sama vandamálið með þá og rafmagnsbílana.  Vetnið einfaldlega mengar of mikið.  Til að búa til mengunarlaust vetni á vetnisbíla þá þarf að menga ennþá meira einhvers staðar annars staðar heldur en bein notkun á bensíni og dísil mengar.  Vetnisbílar draga því alls ekki úr mengun, heldur auka á hana.  En færa hana vissulega burt úr miðborgunum.  Vetnistæknin getur kannski náð þeirri hagkvæmni að verða boðleg almenningi á næstu áratugum. En í bili er ekki að sjá að þessi kostur sé í sjónmáli sem raunverulegt val við bensín og dísilbíla.  Hvorki tæknilega né mengunarlega.

Það er engin ein lausn í sjónmáli sem kemur í stað bensín og dísilbíla á næstu árum eða áratugum.  En ég legg til hér eins og oft áður að Reykjavík fari að byggja yfir hjólastíga um alla borg.  Þannig er hægt að búa til samgöngumáta sem er all þægilegur fyrir borgarbúa og bætir um leið heilsuna.  En hjólreiðar verða aldrei alvöru samgöngumáti á Íslandi nema hjólreiðamenn séu varðir fyrir veðri, roki, rigningu, snjó, hálku, myrkri o.s.frv.   Og í öryggisskyni verður að aðskilja alveg hjólaumferð og umferð vélknúinna ökutækja.   Þess vegna verður að byggja yfir hjólastígana.  Og miðborg Reykjavíkur er auðvitað svo lítil að þegar bensín og dísilbílum verður úthýst þar þá á bara að byggja yfir göturnar og leyfa fólki að labba og hjóla um miðborgina.   Þá væri líka hægt að hafa nokkra opna litla og létta rafmagnsstrætóa sem gætu flýtt för fólks um þessar yfirbyggðu götur miðborgarinnar.

Einn aðalkosturinn við þessa lausn er að það þarf ekkert að bíða.  Tæknin er til staðar, það er hægt að byrja strax og vinna þetta jafnt og þétt á stuttum eða löngum tíma.  Þetta snýst um að byggja yfir göturnar, búa til skjól fyrir vegfarendur.  Þessi lausn úreldist  ekki þó rafmagnsbílar eða vetnisbílar verði einhvern tíma boðleg samgöngutæki.  Það er strax hægt að fara að spara gjaldeyri og bæta heilsu íbúanna með því að fara að byggja yfir hjólastíga og miðborgarsvæði.  Það er líka hægt að nota þetta til að bæta efnahag landsins.  Á móti samgöngumannvirkjum sem fólk getur nýtt sér gangandi eða á reiðhjólum sparast gjaldeyrir í innflutt eldsneyti og bíla.  Ef hægt er að ala upp í höfuðborgarbúum þessa samgöngutækni þá verður rafbílavæðing eða vetnsibílavæðing líka ódýrari þegar að henni kemur því þá þarf færri slíka bíla til landsins.

 

 

 

 


mbl.is Vilja bensínháka burt úr borgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Áhugavert sjónarhorn.  En ég skil ekki alveg hvernig þú kemst að því að veðrið sé svona mikið vandamál.  Svo er sumt annað sem ég er ekki 100% sammála þér um, en gott að þeim röddum fjölga sem bendi á að hugsanlega séu ekki orkuskipti-lausnirnar v. einkabíla  eins góð lausn og af er látið.  Það mætti benda á Transmilenio og aðrar Bus Rapid Transit lausnum sem valkost við lestakerfi um höfuðborgarsvæðið.

Morten Lange, 31.3.2011 kl. 11:08

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Morten og takk fyrir athugasemdina.

Ég tel að veðrið sé stórmál vegna þess að fólk vill þægilegar samgöngur og öruggar. Veðrið veldur óþægindum og óöryggi. Þetta er m.a. ástæðan fyrir því að bílar á íslandi eru nánast alltaf notaðir með allar rúður uppskrúfaðar og miðstöðina í gangi. Af hverju ætli blæjubílar á Íslandi séu bara notaðir á góðviðrisdögum? Þú sérð þá ekki mikið á ferðinni í snjó og rigningu, allavega ekki með blæjuna niðri. Ég veit að harðir hjólreiðmenn láta ekkert stöðva sig en um flesta aðra gegnir öðru máli. Fólk vill þægindi, það vill vera laust við kuldann og bleytuna og slabbið og rokið. Þess vegna held ég að hjólreiðar verði ekki mjög almennar á höfuðborgarsvæðinu nema komið sé til móts við þessa löngun manna í þægindi.

En þetta er svo sem bara mín skoðun, kannski er hún tóm vitleysa, kannski ekki. Ég held það væri vel þess virði að kanna þetta vel. Þetta er auðvitað nýtt af nálinni og ég skil það vel að menn séu ekki alveg sammála mér. Mér hefur svo sem verið bent á að þetta þekkist hvergi í heiminum, að byggja yfir hjólastíga. En það þarf ekki að vera slæm hugmynd fyrir því. Flest sem er nýtt í dag hefur hvergi verið til einhvern tíma áður.

Ef það tækist nú með þessum hætti að gera hjólreiðar að almennum samgöngumáta, þannig að hægt yrði að fækka umtalsvert einkabílum, þá hefst af þessu gríðarlegt fjárhagslegt hagræði á ýmsan hátt fyrir heimilin, borgina og þjóðina í heild. Þess vegna verður að kíkja betur á þetta.

En ég er opinn fyrir öllum góðum lausnum á samgöngum framtíðarinnar og vonandi eru til fleiri gagnlegar lausnir eins og t.d. Bus Rapid Transit sem þú nefnir. Þessi lausn um að byggja yfir hjólastígana er hins vegar mitt innlegg í þessa umræðu og þessi lausn hefur, eins og ég nefndi í blogginu, þann kost að það þarf ekkert að bíða eftir tæknilausnum eða uppfinningum framtíðar. Það er öll þekking til staðar til að framkvæma þetta ef mönnum þykir hugmyndin góð á annað borð.

Jón Pétur Líndal, 5.4.2011 kl. 19:06

3 Smámynd: Morten Lange

Sæll Jón Pétur,

Tek undir þessu sem þú segir í fyrstu málsgrein, en bara að ákveðnu marki. Já við viljum notalegheit, og veðrirð er stundum til vandræða, en ég og margir aðrir sem hjóla til samgangna, segja að þetta er ekki svo erfitt þegar maður bara kemst út í þessu veðri. Það litur mun verr út þegar maður velti þessu fyrir sér út um glugga í húsi eða út úr bílrúðu. Äi Hollandi og Danmörku, já og í þrańdheimi og Oulu ( sem er álíka langt norður, í Finnalndi), er mikið hjólað þrátt fyrir veður sem getur verið ansi blautt og hvasst.

Svo segja sumir að veðrið í Reykjavík sé ekki eins og það einusinni var. Gróður er orðin meiri, og svo virðist veðrið sjálft vera að breytast. 

En auðvitað eru sumir viðkvæmari en aðrir, og sumir vilja vera í fötum sem henta illa í suddu og roki.   Auðvitað mundi maður fagna yfirbyggðum brautum, en það væri slæmt ef við mundum biða eftir þeim og ekki gera neitt annað til að efla hjólreiðar á meðan. Hjólreiðar ahafa aukist töluvert á undanförnu, vegna heilsuáherslna, sparnaði, þæginda ( !)  tengd því að geta gert tvennt í einu (samgöngu + heilsurækt  +++) .

Ég veit til þess að á tveimum stöðum haf verið teiknað yfirbyggðum brautum, í Bodø, í norður-Noregi, og í Dubai (eða annað sambrilett ríki) . Á hvorugan staðnum  varð eitthvað úr því  að bygggja þessu. 

Morten Lange, 6.4.2011 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband