Libor vextirnir falsaðir!! - Tók Björgólfur þátt í því??

Úr því það er nokkuð ljóst að það er ekki hægt að treysta því að libor vextir séu réttir þá er nú fátt eftir sem afsakar það að halda gangandi þessu fjármálakerfi heimsins eins og það er í dag.  Það er búið að setja flestar þjóðir heimsins á hausinn með þessu kerfi því það er að taka allt að 300% ársvexti af útlánum (ef miðað er við margföldunaráhrifin af endurteknum útlánum raunverulegra peninga í umferð)

Ég hef bloggað nokkuð oft um að fjármálakerfi heimsins er ónýtt.  Gráðugt og sviksamlegt.  Nú bætist við ein sönnun í viðbót á því.  Bankarnir eru að gefa upp vitlaus vaxtakjör til að falsa upp Libor vextina.  Þannig geta þeir lánað út á of háum Libor vöxtum að viðbættu álagi.  Ég hef nú einhvern tíma fengið svoleiðis lán.  Það er spurning hvernig dómstólar tækju í að leiðrétta vextina á því.   Ætli það sé ekki hægt að fá þá strikaða út úr lánasamningnum ef þeir reynast falsaðir??

Ætli Björgólfur og Sigurður Einarsson hafi tekið þátt í þessari svikamyllu eða voru þeir fórnarlömb hennar?  Það verður fróðlegt að fylgjast með því.

 


mbl.is Rannsaka LIBOR-misferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei - LIBOR-vextir eru fengnir með því að fá tilboð í millbankalán á markaðnum í London og degi hverjum frá stærstu bönkum heims. Íslensku bankarnir tilheyrðu ekki þeim hópi.

NN (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 20:11

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Takk fyrir þetta innlegg NN.

Þá voru íslensku bankarnir fórnarlömb í þessari svikamyllu sem þarna er fjallað um.  Það eru nú eiginlega bestu fréttir sem maður hefur lengi frétt af íslensku bönkunum á útrásartímanum.  Loksins eitthvað svindl þar sem þeir voru ekki verstir, ekki einu sinni þátttakendur! 

Jón Pétur Líndal, 27.3.2011 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband