Til hamingju með ófarirnar, Íslendingar.

Þetta var góður sigur fyrir Jón Ásgeir og félaga.  Þeir eru sloppnir frá Bandarískum dómstólum út af bankaráninu sem þeim var stefnt fyrir þar.  Dómarinn er að sligast undan sambærilegum málum heimamanna og nennir ekki að hjálpa Íslendingum og segir þeim að klára sín mál sjálfir.   Á Íslandi eru engar refsingar sem máli skipta við bankaránum þannig að það skiptir í raun engu máli hvort þeir fá dóma hér eða ekki.

Það eina sem þeir enn þurfa að óttast er hvort þeim verði komið fyrir rétt í Bretlandi, þar er kannski ennþá hægt að taka á þessu gengi.   Þetta á sjálfsagt eftir að koma í ljós á næstu mánuðum.  

En ljóslega er þessi hópur næstum því sloppinn frá örmum réttvísinnar.  Ólíklegt er að nokkur fái nógu góða hugmynd um hvernig taka megi á þessu gengi til að það fái makleg málagjöld.   Framhald málsins verður væntanlega þannig að það rennur fullkomlega út í sandinn og Jón Ásgeir tekur á ný völdin á Íslandi.  Reyndar virðist hann ennþá hafa hér býsna mikil ítök.

Til hamingju með ófarirnar, Íslendingar. 


mbl.is Ýmsir möguleikar í Glitnismáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað kostar þetta íslenska skattgreiðendur? Allur þessi málatilbúnaður til að þjóna heiftarhug Móamóra, byggður á sandi, algjörlega rakalaus málatilbúnaður. Væri nú ekki ráð að fara að huga að stærstu byrðum Íslendinga vegna hrunsins, þ.e. gjaldþroti Seðlabankans, sem varð vegna fúsks og fums af hálfu yfirstjórnar?

Serafina (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 18:40

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæl og takk fyrir athugasemdina.   Þetta kostar ekkert miðað við ránið sjálft og gjaldþrot Seðlabankans sem þú nefnir.  Hann varð einmitt gjaldþrota vegna viðskipta sinna við þessa einkabanka, m.a. Glitni og ræningjana sem voru að sleppa í Bandaríkjunum.  Fólk er stundum svo vitlaust að slíta gjaldþrot Seðlabankans úr samhengi og heldur að það sé sjálfstætt vandamál og óháð ræningjahópnum í bönkunum.  En svo er því miður ekki.  Þetta lið náði að plata Davíð, rétt eins og alla íslensku þjóðina og bandaríska dómarann.

Jón Pétur Líndal, 14.12.2010 kl. 19:30

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svo ætla þessir harðsvíruðu glæpamenn að höfða skaðabótamál, út af dómsmáli sem var vísað frá. Var ekki nóg fyrir þá að ná fram sigri að þessu leyti? Þurfa þeir líka að krefjast þess að fá að gera okkur enn fátækari?

Guðmundur Ásgeirsson, 14.12.2010 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband