WikiLeaks og Julian Assange tilnefnd til friðarverðlauna Leifs Eiríkssonar.

Peace 2000 samtökin hafa tilnefnt WikiLeaks og Julian Assange til friðarverðlauna Leifs Eiríkssonar.  Fleiri friðar- og mannúðarsamtökum er boðið að styðja tilnefninguna.   Kynningu á þessu verkefni var hleypt af stokkunum fyrr í dag.

 Mér líst vel á þessa hugmynd og vona að nógu margir aðilar taki þátt í þessu til að ákveðið verði að veita WikiLeaks og Julian Assange þessi friðarverðlaun.  Ég býst einnig við að bæði Visa og Mastercard og fleiri alþjóðleg fyrirtæki sem starfa að verulegu leyti á netinu muni sýna þessari hugmynd stuðning í verki. 

Sjá nánar hér á síðu samtakanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ætli Friðarverðlaun Leifs Eiríkssonar séu komnir úr ættarsjóð Eiríksbarna rauða, eftir að systir Leifs framdi fjöldamorð á Vínlandi? Ekki friðsamleg sú fjölskylda.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.12.2010 kl. 22:03

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Vilhjálmur.  Já hún Freydís á titilinn "Fyrsti hvíti fjöldamorðinginn í Norður Ameríku"  Það voru kaldrifjaðar konur í þá daga.  Ég hef nú haldið því fram hér á blogginu að fjöldamorð hennar sé hugsanlega ástæða þess að Íslendingar týndu Ameríku eftir að hafa fundið hana.  Sennilega hefur fjöldamorðið orðið til að fæla menn frá frekari ferðum til Ameríku.  Menn hafa óttast að þar væru slæmir andar á kreiki og best að halda sig fjarri.  Og kannski er það svo.  En það var líka um þetta leiti sem ákveðið var að slíðra vopn á Íslandi og halda friðinn með því að skera úr um deilumál með öðrum aðferðum en vopnaskaki.  Það er því ekki svo galið að nefna friðarverðlaun eftir einni höfuðpersónu þessara tíma Íslandssögunnar og manninum sem fann Ameríku sem er mesta herveldi nútímans.

Jón Pétur Líndal, 10.12.2010 kl. 22:10

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Menn geta drepið á öllum tímum, Jón, en því miður jukust vígaferli á Íslandi eftir Kristnitöku frekar en hitt. Kirkjan átti samt minnstan þátt í því. Eignarrétturinn og ættarmannorðið var meginástæðan fyrir skálmöldinni á Sturlungaöld, og eru eignirnar og ættin víst enn mikilvægustu öflin á Íslandi. Þú vilt t.d. efla eignarréttinn sem 6791.

Þess vegna, m.a. þykir mér val ykkar á Assange lítt úthugsað, þar sem aðgerðir hans og félaga hans gætu stefnt mannslífum í hættu. Hann er nefnilega maður sem ekki leggur aðgerðir undir dóm almennings, hann er kaldrifjaður og kynískur egósentríker á hálfsjúklegu egóflippi. M.a. þess vegna lenti hann í að sýna konum lítilmótlega, jafnvel glæpsamlega, tilburði í Svíþjóð.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.12.2010 kl. 07:30

4 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Viljálmur. Ég er nú ekki vel að mér í manngreiningum eins og þú og hef ekki greint J.A. með eins nákvæmum hætti og þú hefur gert, held samt að þín greinig sé alveg út í hött.

Val okkar á honum er vel úthugsað. Hann er nefnilega maður sem er ekki að gera neitt annað en að færa almenningi réttar upplýsingar um gerðir stjórnvalda. Upplýsingar sem stjórnvöld sjálf hafa sett á blað. Hann er vissulega að leggja aðgerðir stjórnvalda undir dóm almennings með gerðum sínum, þvert á það sem þú heldur fram. Það hefur vissulega komið fram í ýmsum þeim gögnum sem birt hafa verið að stjórnvöld segja almenningi alls ekki satt um gerðir sínar. Í lýðræðisríkjum er slíkt alvarleg svik við lýðræðið og almenning. Stjórnvöld eru til fyrir almenning, en ekki öfugt, gleymdu því ekki. Og það er af og frá að nokkur maður verði drepinn eða mannslífum ógnað vegna þeirra upplýsinga sem J.A. hefur komið á framfæri, nema helst ef vera kynni lífi hans sjálfs. Svo mikið vilja sumir leggja á sig til að almenningur fái ekki að vita hvað stjórnvöld eru að aðhafast að honum hefur verið hótað lífláti.

Að maðurinn sé á einhverju egóflippi, kaldrifjaður og kynsjúkur er óskiljanlegt rugl í þér. Hvaða prívathagsmuni hefur hann af að hætta á að vera drepinn eða stungið í steininn til langdvalar eins nú er reynt að gera? Egóisti hefði bara reynt að nota þessar upplýsingar til að afla sér fjár, slíkur maður hefði sennilega reynt að selja Bandaríkjastjórn upplýsingarnar fyrir væna summu og látið þar við sitja. Þessi fullyrðing þín stenst því alls ekki.

Það hefur að auki ekkert komið fram sem bendir til að maðurinn hafi sýnt konum lítilmótlega eða glæpsamlega tilburði í Svíþjóð eins og þú heldur fram. Ég veit ekki betur en hann verið kærður fyrir einhver meint brot þar sem saksóknari hafi ekki séð ástæðu til að ákæra út af. Nú er verið að endurtaka kærur vegna sömu mála og ekkert verið kveðið upp úr með þær þannig að ég skil ekki hvað þú ert að fara.

Jón Pétur Líndal, 11.12.2010 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband