Ísland í neðsta sæti, í samræmi við árangur í efnahagsmálum.

Er það tilviljun að Íslendingar verma botnsætið í Eystrasaltskeppni í stærðfræði?
Er það tilviljun að þjóðin sem hýsir banka og fjármálakerfi sem hrundi eins og spilaborg 2008 er sú lélegasta í stærðfræði í þessari keppni.

Maður veltir nú fyrir sér hvort ekki er samhengi þarna á milli. Ég er reyndar fullviss um að svo er því ég sé ríkisstjórnina og ýmsa fræðmenn reyna að reikna okkur út úr kreppunni með alls konar dæmum sem geta ekki gengið upp. Sömu menn eru líka að reikna heimilin út úr sínum vanda með því að láta þau borga meira en þau afla, hvernig sem fara á að því.

Það er enginn vafi á því að útreikningar okkar helstu sérfræðinga, ráðamanna og viðskiptajöfra fyrir og eftir kreppu hafa engan veginn staðist.

Eigum við að setja einhverja stefnu um menntun þjóðarinnar í stjórnarskrá?
Ef þið hafið tillögur um slíkt eru þær vel þegnar.
www.austurvollur.is
www.almannathing.is


mbl.is Eystrasaltskeppninni í stærðfræði lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ástæðan er ekki slæm menntun á Íslandi heldur sú að hinar þjóðirnar eru 10x - 100x fjölmennari en hin íslenska.

Ingólfur (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 23:22

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Ingólfur og takk fyrir athugasemdina. Ertu þar að tala um ástæðuna fyrir því að við vorum lélagastir í stærðfræði eða efnaghagsmálunum eða hvoru tveggja?

Jón Pétur Líndal, 8.11.2010 kl. 23:27

3 identicon

Jón Pétur, ef þetta verða vinnubrögðin á stjórnlagaþingi er til lítils að hlakka. Hefðir þú kynnt þér málið kæmist þú t.d. að því að lið Íslands er valið rétt rúmlega tveimur vikum fyrir keppni (í kjölfar stærðfræðikeppni framhaldsskólanema) og hefur því afar takmarkaðan tíma til æfinga, en keppnisstærðfræði er gjörólík hefðbundinni framhaldsskólastærðfræði. Ég veit til þess að sambærilegt ferli hefjist allt að ári fyrir keppni í sumum hinna keppnislandanna. Þá má geta þess að Íslandi hefur gengið mun betur á Ólympíuleiknum í Stærðfræði, en fyrir þá er tími til undirbúnings.

Það væri í sjálfu sér ekki svo mikið mál að velja fyrr í liðið, en þó er það ekki fullkomin lausn. Þannig væri t.d. mjög erfitt að velja inn nýnema þar sem valið þyrfti helst að fara fram þegar þeir væru að hefja 10. bekk, en það tíðkast að einn liðsmaður sé af svokölluðu neðra stigi (sem jafngildir 1-2 ári menntaskóla). Þá má ekki gleyma því að peningur vex ekki á trjám, en mér þætti afar áhugavert að vita hvaðan þú ætlaðir að fá fjármagn til þess að standa undir eins árs æfingaprógrammi. Ég er mjög ósáttur með niðurstöðu Eystrasaltskeppninnar en þú ert að bera saman epli og appelsínur hvað undirbúning varðar. Ég er sammála þér með það að við reiknum okkur ekki út úr öllum vanda, en ég er fullviss þess að við gösprum okkur heldur ekki út úr honum með innantómum orðunum eins og þér virðist vera lagið.

Arnór Hákonarson

keppandi í Eystrasaltskeppninni 2010

Arnór Hákonarson (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 02:15

4 identicon

Heyr heyr, Arnór.

Viktor (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 03:07

5 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sælir og takk fyrir athugasemdirnar. Arnór, það er leiðinlegt að ykkur skyldi ekki ganga betur í keppninni en ég er nú ekkert að gaspra mig út úr neinum vanda þó ég bendi á hliðstæðu þess að vera á botninum í bæði stærðfræðikeppni og efnahagsmálum. Þetta eru bara staðreyndir, hvaða afsakanir sem menn finna fyrir þeim.

Er það ekki dáldið fyrirhyggjuleysi að rjúka af stað í stærðfræðkeppni Eystrasaltsríkjanna með tveggja vikna fyrirvara ef vitað er að aðrir undirbúa sig með æfingum í heilt ár?

Þannig var þetta líka í bankakerfinu. Hér töldu menn allt í einu að í bönkunum væri fullt af fólki með heilmikla reynslu og þekkingu á fjármálalífi. Svo var anað í útrás með þessa banka með þeim afleiðingum að allt fór í vitleysu. Þar vantað líka undirbúning. Menn gátu ekkert keppt við gamalgróna erlenda banka með langa reynslu af alþjóðaviðskiptum. Fyrir vikið er staðan eins og hún er.

Og svo er nú forvitnilegt að vita af hverju við erum í Eystrasaltslandakeppni í stærðfræði. Er Ísland við Eystrasaltið?

Hvað er athugavert við það að vinnubrögðin á stjórnlagaþingi hjá mér verði svona, að benda á gönuhlaupin sem við Íslendingar tökum svo oft. Hvernig á að koma með betri stjórnarskrá nema með því að læra af mistökunum?

Jón Pétur Líndal, 9.11.2010 kl. 09:09

6 identicon

Sem einn af skipuleggjendum þessara keppni get ég ekki orða bundist þegar ég sé svona dæmalaust illa ígrunduð skrif. Mér finnst að þú eigir að skammast þín að draga frammistöðu mjög efnilegra íslenskra ungmenna inn í umræðu um óskilt málefni. Ég skil vel að Arnóri hafi verið misboðið og vil taka undir upphafsorð hans.

Fyrst um keppnina: Það eru sögulegar ástæður fyrir okkar þátttöku, en keppnin á rætur sínar í sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna við fall Sovétríkjanna og var stuðningur Íslands þar mikils metinn. Við munum aldrei keppa við Pólverja, en á góðum degi getum við náð upp fyrir sumar aðrar þátttökuþjóðir. Ég hefði gjarnan viljað standa betur að undirbúningi okkar liðs, en fyrirhyggjuleysi var þetta ekki. Þetta er allt rekið hér í sjálfboðaliðastarfi af fámennum hóp og það er því takmörkunum háð hvað við getum gert, því miður.

Það er hins vegar rétt að fyrirhyggjuleysið var mikið hér í góðærinu, hjá bönkunum, hjá mörgum fyrirtækjum og hluta almennings. Varðandi útreikningana er vandamálið ekki að menn séu að reikna rangt heldur er oft byggt á of takmörkuðum upplýsingum og menn gefa sér rangar forsendur. Menn eiga nefnilega að kynna sér málin vel áður en þeir draga ályktanir og það ætti síðuskrifari (og margir fleiri íslenskir gasprarar) að tileinka sér.

Guðbjörn (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 14:34

7 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Guðbjörn og takk fyrir athugasemdina. Ég skil það vel að þátttakendum og skipuleggjendum þessarar keppni svíði að ég gagnrýni þetta og beri saman við annað sem úrskeiðis hefur farið á Íslandi. Ég sé nú samt ekki að þið séuð beinlínis að segja að ég hafi rangt fyrir mér í mínum fullyrðingum. En greinilega sárnar ykkur gagnrýnin. Það get ég alveg skilið. Hins vegar verður það einmitt mjög gott fyrir stjórnlagaþingið að menn geti rætt málin feimnislaust. Ég vona að þangað verði ekki bara kosið já-fólk sem þorir ekki að setja fram skoðanir sínar af ótta við gagnrýni á þær.

Ég er nú fyrst og fremst að draga fram að við Íslendingar erum oft illa skipulagðir og förum meira fram með kappi en forsjá, eins og greinilega á við í báðum þessum málum, stærðfræðikeppninni og bankaútrásinni. Auðvitað eigum að að reyna að læra eitthvað af þessu hvorutveggja þegar við hyggjum að framtíðinni. Gönuhlaup með ungdóminn kenna honum bara að halda áfram gönuhlaupum þegar hann eldist og við höfum nú kynnst því hvaða afleiðingar það getur haft.

Það verður að viðurkennast að bankahrunið og stærðfræðikeppnin eru gjörólík að því leyti að það að fara illa út úr stærðfræðikeppni veldur þjóðinni engu tjóni, særir kannski stolt þeirra sem þátt taka. En bankavitleysan hefur eyðilagt efnahag heillar þjóðar, bæði flestra einstaklinganna og ríkisins.

Það er líka misskilningur hjá þér að ég sé að draga frammistöðu íslenskra ungmenna í efa. Ég hef engar efasemdir um að keppendur hafi gert sitt besta í keppninni. Veit að þegar fólk er ungt og óspillt leggur það sig fram og hefur gaman af hlutunum um leið. Það er líka oft tilbúið til að leggja á sig mikla vinnu launalaust, eins og t.d. fimleikastelpurnar gerðu sem urðu Evrópumeistar um daginn. Þær eru reyndar gott dæmi um góðan árangur án fjárstuðnings. Samt virðast þær hafa getað æft sig mikið og komu vel undirbúnar til mótsins.

Jón Pétur Líndal, 9.11.2010 kl. 15:11

8 identicon

Ég tel mig vera að segja þér að þú hafir rangt fyrir þér þegar ég segi forsendur þínar byggjast á röngum samanburði. Það ert þú sem tekur það ekki til þín.

Þú hefur aftur rangt fyrir þér þegar þú segir okkur vera illa skipulagða og fara fram með meira kappi en forsjá í stærðfræðikeppninni. Þetta snýst ekki um það hvort vel sé staðið að skipulagi eða ekki, þetta snýst alfarið að því hvernig skipulaginu er háttað (sbr. muninn á löggjafar og framkvæmdavaldi, framkvæmdavaldið getur staðið sig vel í að framfylgja lögum hvort sem lögin sjálf eru talin góð eða slæm). Ég endurtek að ef þjálfun á að standa yfir til lengri tíma þarf fjármuni. Þú gerir reginmistök í samanburðinum við fimleikastelpurnar. Þær stóðu sig mjög vel en ég get lofað þér því að þjálfarar þeirra eru á launum, aðstaða þeirra í Gerplu er niðurgreidd eins og önnur íþróttastarfsemi o.s.frv.

Þá vil ég benda þér á að það er munur á því að geta sett fram skoðanir sínar feimnislaust og að fullyrða feimnislaust eins og þú gerir í skrifum þínum. Ég er óánægður með úrslitin en ég er ekki sár vegna þeirra. Það særir hinsvegar þegar menn eins og þú fara með ósannindi um starf sem að mestu er sjálfboðavinna. Ég tel að það muni seint verða þér til framdráttar.

Kv,

Arnór Hákonarson 

Arnór Hákonarson (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 15:13

9 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Arnór og takk fyrir athugasemdina. Það er gaman að spjalla við þig og að fá greinargóðar athugasemdir og skýringar.

Þú talar um að það þurfi fjármagn til langra æfinga fyrir stærðfræðikeppnina. Reynduð þið að afla fjár í æfingar? Fóruð þið snemma af stað í það verk? Af hverju tókst ekki að afla fjárins?

Ég dæmi bara í mínum skrifum út frá fyrirliggjandi upplýsingum, ég get ekki dæmt út frá því sem ég veit ekki. Þannig vinn ég þegar ég blogga, rétt eins og dómstólarnir þegar þeir fella sína dóma út frá þeim gögnum sem eru lögð fyrir þá, aðferð mín er nú ekki vitlausari en það.

Ef þú telur að ég og fleiri fari með rangt mál um þessa stærðfræðikeppni þá legg ég til að þú skrifir grein um hana t.d. í Mbl. og segir frá henni. Það er fróðlegt að lesa um og fylgjast með hvað fólk er að gera og slík grein gæti kannski hjálpað ykkur með einhvern stuðning fyrir næstu keppni. Ef hún er eftir eitt ár og menn eru að nota eitt ár í undirbúning er ekki seinna vænna að hefja þann undirbúning.

Það er algjör misskilningur hjá þér að ég sé að reyna að blogga um þessa keppni eða annað sem ég er að skrifa um mér til framdráttar. Ég hef það ágætt og er ekki í neinum framdráttarhugleiðingum. En ég hef áhyggjur af og áhuga á þjóðmálunum og því sem er að gerast í kring um mig og tek þátt í umræðu um það.

Jón Pétur Líndal, 10.11.2010 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband