Jón er stórskrýtinn, samt er stundum glæta í honum.

Það verður að viðurkennast að annar eins borgarstjóri og Jón Gnarr hefur ekki sést í Reykjavík áður. Hann virðist yfirleitt ekki mjög upptekinn af borgarmálum, frekar ýmsum perónulegum pælingum og því hvernig hann á að haga sér sem borgarstjóri.

En það er samt tiltölulega mikil ró yfir borgarmálunum miðað við það sem oft hefur verið. Meira að segja eftir uppsagnirnar á OR hefur lítið gengið á í borgarstjórn. Hann virðist því hafa einhver róandi áhrif á borgarpólitíkina.

Og þó Jón Gnarr sé alls ekki að eyða miklu púðri í borgarmálin þá koma stundum ljósir punktar frá honum, eins og það að loka skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Það er annað skíðasvæði sem borgin rekur í Skálafelli og í sjálfu sér ætti að vera nóg að reka eitt skíðasvæði fyrir Reykvíkinga þessa fáu daga eða vikur sem hægt er að renna sér á skíðum.

En vegna þess hve Jón Gnarr er sérstakur vaknar spurning um það hvort við ættum að setja í stjórnarskrá einhverjar sérstakar kröfur til Borgarstjóra, rétt eins og forseta. Er í lagi að menn eins og Jón Gnarr geti verið borgarstjóri eða er það ekki í lagi?

Þeir sem vilja koma með hugmyndir um þetta fyrir stjórnlagaþing mega senda þær inn á:
almannathing.is
austurvollur.is


mbl.is Geimvera í íslenskum stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður F. Sigurðarson

Ertu ekki í lagi.... á að fara að setja kannski þær kröfur að borgarstjóri sé með viðskipamenntun út af því að menntamennirnir komu svo vel út í hruninu. Lögmenn, endurskoðendur, viðskiptafræðingar og fleiri með allt niður um sig á meðan sauðsvartur almúginn gerði ekki neitt af sér. Þessa menn viltu sjá á borgarstjórastólnum og þá má borgin passa sig.

Sigurður F. Sigurðarson, 8.11.2010 kl. 21:10

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Sigurður. Ég er bara að velta vöngum. Það er svo matsatriði hvort mönnum finnst ég í lagi eða ekki. En nú er komin reynsla á Jón Gnarr sem borgarstjóra og er þá ekki bara fínt að fólk geri smá úttekt á honum. Ég er ekkert að gagnrýna hann, hann hefur allavega engin loforð svikið. En það er samt um að gera að fólk reyni að meta hvort hann stendur undir væntingum eða ekki, hvort hann er framför eða afturför frá því sem var.

Jón Pétur Líndal, 8.11.2010 kl. 21:14

3 Smámynd: Sigurður F. Sigurðarson

Er komin reynsla á hann.. veit ekki 21 vika er nú ekkert svakalega langur tími, sumarið er inni í þessari tölu og ýmislegt sem á eftir að koma fram. Ég held að menn sem koma gjörsamlega nýir að svona stóru batteríi þurfi lengri tíma til að hafa kynnst innviðunum.

Fegrunaraðgerðir Sjálfstæðismanna á bókhaldi borgarinnar eru að ganga til baka. Þeir nota sjálfsagt KPGM endurskoðun eins og samflokksmennirnir í bönkunum við að gera frontið flott.

Sigurður F. Sigurðarson, 8.11.2010 kl. 21:25

4 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Sigurður, ég veit að 21 vika er skammur tími. Sjálfstæðismenn voru eitthvað á annan áratug við völd samfleytt þangað til kjósendur höfnuðu þeim. Þá tók við R-listinn í álíka langan tíma þangað til hann hafnaði sér sjálfur. Þá tók við hálfgert hraðstefnumótakerfi fyrir borgarstjóra sem urðu svo margir á stuttum tíma að það er erfitt að muna eftir þeim öllum. Ég man þó að sumir þeirra entust ekki í 21 viku, þá var búið að átta sig á þeim og skipta þeim út. Þannig að þessi stutti tími í starfi borgarstjóra hefur nú stundum verið alveg nógu langur.

En ég skil ekki þessi bókhaldkomment hjá þér um sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn. Fjárhagur borgarinnar rústaðist á R-lista tímanum undir stjórn ISG og Alfreðs Þorsteinssonar, skuldirnar nærri því 100 földuðust frá því þau tóku við borginni og þar til yfir lauk. Síðan hafa þær verið óviðráðanlegar. Ég man ekki eftir neinum fegrunaraðgerðum á skuldunum eða bókhaldinu síðan þá.

Jón Pétur Líndal, 8.11.2010 kl. 22:59

5 Smámynd: Ómar Már Þóroddsson

Það sem mér fannst virðingarvert við borgarstjórann er að hann svaraði spurningunum sem fyrir hann voru lagðar. Ekki eins og margir aðrir stjórnmálamenn sem snúa útur eða koma með einhverja ræðu sem kemur málinu ekkert við. Þetta mættu fleiri gera. Og mér fynnst sjálfstæðisfólk vera fljótt að gleyma, því það voru nefnilega biðraðir hjá mæðrastyrktarnefnd þegar sjálfstæðisflokkurinn réði ríkjum í borgini líka. Þá var ekkert minnst á það.

Fyrrverandi borgarstjóri Hanna birna viðurkenndi líka í þættinum Sprengisandur að það þyrfti að hækka gjaldskránna hjá OR. Bara ekki fyrr en eftir áramót. Og það mættu fleiri hafa vit á því að leita sér ráða og þykjast ekki kunna allt og geta allt. Einnig sjálfstæðismenn sem stóðu nú vaktina ekki of vel árið 2008 svo ekki sé sterkara að orði komist. Ef hlustað hefði verið á spekinga sem voru búnir að spá fyrir um hrunið en ekki drulla yfir þá og fullyrða að þetta væri bara öfund og ekkert annað. Ef menn hefðu leitað sér ráða en ekki þóst vita allt og kunna allt hefði kanski verið hægt að bjarga einhverju. 

Ómar Már Þóroddsson, 8.11.2010 kl. 23:28

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Jón hann er flottur það verður ekki af honum tekið mun betri en Davíð eða Ingibjörg.

Sigurður Haraldsson, 9.11.2010 kl. 00:32

7 identicon

Hef enn trú á kallinum.

Næturvaktin (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 03:24

8 identicon

Out with the old and in with the new! Lifi pönkið! Og Súrreal Anarkismi! Niður með ESB! Áfram Norður Atlandshafsbandalagið! Lifi Jón Gnarr!

Bestur (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 12:50

9 identicon

Sendum Jóni smá ást til að sparka "atvinnupólítíkusunum" út úr húsi! BYLTINGU! BYLTINGU! BYLTINGU!

;) (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 13:07

10 identicon

Jón er ekki "skrýtinn", hann er snillingur. Ef hann væri laus við plebbana í kringum sig væri hann búin að framkvæma mörg kraftaverk. Það liggur mjög á að losna við Dag...

Áfram Besti! (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 18:49

11 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæl öll og takk fyrir athugasemdirnar. Það er gaman að sjá að Jón Gnarr á dyggan stuðningshóp. Ég verð nú að viðurkenna að ég fæ stundum í magann yfir þessum skrýtnu töktum í honum.

En vonandi gengur honum vel. Hann þarf allavega að reyna að nýta sér meðbyrinn sem hann hefur ennþá til að tryggja sig í sessi og gera eitthvað af viti. Það er smám saman að leka af honum fylgið. Ef hann er snillingur er það ekki gott því þá endar þetta með því að Dagur tekur við. Kannski var það meiningin frá upphafi.

Jón Pétur Líndal, 9.11.2010 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband