Fjölmiðlar Jóns Ásgeirs eru allir ríkisreknir en ritstýrt af Jóni.

Ég skil nú ekki að það sé verið að búa til fréttir um fullyrðingar Páls Magnússonar um peningamál Jóns Ásgeirs varðandi fjölmiðla hans. Þetta sem Páll heldur fram hélt ég að allir hefðu vitað lengi. Sem er í meginatriðum að þessir fjölmiðlar eru allir ríkisreknir með reglulegum gjaldþrotum þar sem skuldir eru afskrifaðar og færðar almenningi í landinu til greiðslu. En Jón að sjálfsögðu ritstýrir fjölmiðlum sínum, ýmist beint eða með strengjabrúðum sínum, þó rekstrarkostnaðurinn sé reglulega færður yfir á almenning. Þá virðist það skína í gegn um þetta rekstrarmódel að Jóni sé fjandans sama um eignarhaldið á þessum fjölmiðlum í sjálfu sér, enda aldrei nein eign í neinu af þessu. Það sem hann sækist eftir er bara ritstjórnarvaldið, að ráða því hvernig þessi áróðursmaskína er notuð í hans þágu til að fegra stríðsrekstur hans gegn efnahag almennings á Íslandi.

Þetta er í fáum orðum það sem fjölmiðlarekstur JÁJ snýst um og er altalað í landinu.


mbl.is Óska Páli velfarnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband