Ég hélt í augnablik að hann hefði reynt að gera gagn á síðustu stundu.

En það var ekki svo ef mark á að taka á honum sjálfum. Þegar maður las eftir því sem Björgólfur segir, að Ólafur hefði hringt í hann og sagt honum að koma heim til að reyna að redda málum, þá hélt ég að Ólafur hefði ákveðið að hjálpa til. Reynt að gera smá gagn eftir öll partíin og bréfaskriftirnar, með því að segja Bjögga að koma heim og reyna að laga til í bankanum og hjálpa til við að bjarga honum.

Ólafur segir hins vegar að ekkert sé til sem styðji þær fullyrðingar að hann hafi átt þetta símtal við Bjögga. Þannig að svo virðist sem Ólafur hafi ekki séð tilefni til að ýta við honum að redda málunum. Þar með virðist Ólafur ekki hafa reynt að gera þetta litla gagn sem etv. var í þessu símtali sem hann telur Bjögga vera að ljúga upp á sig.

Það vekur reyndar eftirtekt við lestur svars Ólafs að hann orðar svarið á þá leið að engin gögn finnist sem staðfesti það að hann hafi hringt í Bjögga á hrundögunum. Þetta virðist hafa verið svo ómerkilegt mál, það sem var að gerast í bönkunum, að hann man ekki hvort hann hringdi í einhvern eða ekki út af þessu og þarf að leita í gögnum til að svara því hvort Bjöggi er að segja rétt frá eða ekki.

Einhver annar þjóðarleiðtogi hefði nú kannski munað það án þess að fletta upp í skjalasafni sínu hvort hann aðhafðist eitthvað eða ekki dagana sem þjóð hans setti heimsmet í bankahruni m.v. höfðatölu. Dagana sem mörkuðu upphaf stórfellds atvinnuleysis í landinu og fólksflótta frá því. Dagana sem Íslendingar, vopnlausa friðelskandi þjóðin, var með beitingu laga í Bretlandi lýst hryðjuverkaríki.

Nei, forsetinn man ekkert hvað hann var að gera þessa daga og þarf að fletta því upp. Ég sé ágætlega fyrir mér aulasvipinn á honum núna.


mbl.is Hringdi ekki til Björgólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvurnig dettur okkur í hug að samfélagið okkar nái sér úr þessum öldudal ef við erum sífellt að kjamsast í sama farinu.  Bendandi fingrum um allar trissur og kenna öllum nema okkur sjálfum um eigin aumingjaskap.  Sorglegt að sjá vælandi ólýð landsins orga um kreppu þegar flestir voru með allt niðrum sig fyrir hrun, það var ekki Björgúlfi eða forseta okkar Ólafi um að kenna.  Hér á klaka er allt of mikið af þurfalingum (öryrkjum,atvinnulausum,listamönnum og sv. frv.) og annars kyns ófétum sem ekkert leggja til samfélagsins. 

Hér þarf hin duglega stétt þeirra sem skapa verðmæti og atvinni að þrífa upp skítinn og koma landinu á réttan kjöl.  Reyndar eru aðstæðurnar hér ljómandi góðar og þeir sem nenna að afla sér viðunnandi framfærslu gera svo án erfiðleika en restin vill allt, fyrir ekki neitt frá ríkinu.  Þannig fólk vill maður sjá af landi brott, fara á spenann t.d til annara landa í Skandinaviu.  Þá getum við byrjað á endurreisn.

Þröstur (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 13:38

2 identicon

Ég get ekki sagt annað Þröstur en að þú grætir mig með skrifum þínum.
Að Íslendingur geti litið svona niður til samlanda sinna hreinlega grætir mig.
Þetta er nú ástæða þess að fólki líður svona illa í dag - náungakærleikan vantar!

Síðan ég var 22 ára hef ég verið öryrki en vann fram að því í fiskvinnslu. Allan þennan tíma hef ég ekki haft mikið milli handanna! Ekki keypt flatskjái eða dýra bíla! Góðærið kom aldrei hjá okkur öryrkjum en kreppan er svo sannarlega komin og hún er komin til að vera ef Íslendingar eins og þú Þröstur vakna ekki og farið að hugsa um þá sem minna mega sín.

Vonandi vaknarðu af værum blundi Þröstur og tekur þátt í samfélagslegum skildum þínum eins og aðrir og gerir það með náungakærleik!

Ágústa Másdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 14:06

3 identicon

Þyki leitt að græta en sinni skyldum mínum af alúð.  Borga skatta, að ég held erum við hjónin að greiða miklar fúlgur í skatta og opinber gjöld á mánuði.  Hef reglulega styrkt golfklúbb hér á höfuðborgarsvæðinu svo ekki má segja að ég leggi ekki mitt af mörkum.  Geng á fjöll, nýt íslenskrar náttúru og er stoltur íslendingur.  Fyrr í sumar er við hjónin fórum í siglingu þá kynntumst við þýskum hjónum sem oftar en ekki hafa ferðast til Íslands.  Í ár ákváðu þau að sigla um Eyjahafið líkt og við og með okkur tókust ágæt kynni.  Þau spurðu okkur frétta af landinu og sögðust hafa séð fréttir af ólátum um veturinn (búsbyltingin í janúar) sem fengu þau til þess að vilja ekki koma um það sumarið.  Frábær auglýsing. 

Þröstur (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 14:55

4 identicon

Þvílíkur hroki!!! Siglingar og golf!!!

Stéttaskiptingin á Íslandi er viðbjóðsleg og þér er bara alls ekki við bjargandi Þröstur!!!

Ágústa Másdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 15:03

5 identicon

Afsaka enn og aftur, vil ekki særa neinn.  Golf og siglingar eru ekki merki um hroka eða skiptingu, það eru þínir fordómar. Spilaði meira að segja golf með pípara sem ég fékk til þess að setja upp pottinn okkar um daginn svo ekki var sá maður af einhverri yfirstétt. 

Við eigum samt ekki að eyða tíma í riflildi, njótum þessarar flottu helgar sem nú ferð í garð.  Væri gaman að geta notið menningarnætur en sendi ykkur öllum mínar bestu kveðjur á morgun frá Florída

góða helgi

Þröstur (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 15:37

6 identicon

Ave, Imperator, morituri te salutant!

Ég get ekki annað en horft upp til þín þú konungborni herra!

Ágústa Másdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 16:06

7 identicon

Ágústa ég vissi svosem að til væri svona veruleikafyrrt fólk í landinu okkar því miður.Svona rumpulýð sem talar svona niður til þeirra sem minna mega sín ætti sem fyrst að troða þangað sem sólin skín aldrei.Þetta er fólkið sem með skilningsleysi sínu kemur okkur á hausinn ef ekkrt er að gert,og það er að tala um sjálft sig þegar það nefnir þurfalinga.Þessi maður er ekkert annað en drullusokkur í mínum augum.KbBjörn

BjörnBirgisson (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband