Mikið framtíðarvirði sögu Sigurðar.

Þetta er auðvitað orðið leiðinda klúður hjá Sigurði að vera kominn á skrá hjá Interpol. Þó ég sé búinn að marghnýta í hann út af þessum viðbrögðum hans við boðun sérstaks saksóknara í yfirheyrslu þá get ég ekki annað en vorkennt honum núna að vera svo vitlaus að koma sér í þessa stöðu að vera orðinn eftirlýstur af Interpol.

En ljósi punkturinn er að þegar skrifaðar verða bækur um þetta bankarán fljótlega og síðar meir, og kvikmyndir gerðar, þá verður sagan auðvitað miklu meira spennandi út af þessum feluleik Sigurðar og þætti Interpol, sem eflaust er að ráði lögmanns hans Gests Jónssonar.
Með þessu auka þeir verulega verðmæti sögunnar og dómsskjalanna þegar Hollywood fer að moða úr þessu. Nú sé ég fram á óvænta tekjuöflun út á þetta upp í klúðrið þeirra, þannig að ríkissjóður tryggi sér tekjur af bókum og kvikmyndum og afli þannig tekna af þessari sögu.

Svo mætti líka afla tekna síðar meir með því að draga ferðmenn að merkum byggingum þessara manna og höfuðstöðvum glæpasamtakanna. Þetta yrði nokkurs konar nútíma Njáluslóð, kannski hægt að leika svallveislurnar og orðuveitingarnar og útrásartónleikana og að lokum kynna Litla Hraun til að sýna ferðamönnum ágrip af lifnaðarháttum nútíma bankaræningja. Ég er viss um að svona sýningar yrðu vel sóttar, ekki síður en fornmenningin okkar. Reynum nú að gera gott úr þessu öllu eins og hægt er.


mbl.is Interpol lýsir eftir Sigurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Eru menn eitthvað vissir um að hann náist lifandi.

Sumir eru svo klikkaðir.

Hamarinn, 11.5.2010 kl. 22:36

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Æ, ég vona það nú. En það er enginn viss um neitt. Alltaf erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina. Kannski er hann bara flúinn í öruggt skjól og næst aldrei.

Jón Pétur Líndal, 11.5.2010 kl. 22:52

3 identicon

Pant fá að prófa afslöppunarstólinn hans Sigurðar. Eins & í Bond mynd.

Einar (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 22:54

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Óstaðfestar fréttir herma að Sigurður sé flúinn til Líbýu og þar standi til að hann verði ættleiddur af virtum foreldrum á æðstu stöðum.

Aðrir telja að Sigurður líkist Búddamunki og sé nú í felum en muni birtast næst í munkakufli, enda sé hann mjög greinilega endurfæddur Búddamunkur.

Enn aðrir segja að Pútín hafi skotið yfir hann skjólshúsi í Rússlandi og sé að kreista síðustu evrurnar úr leynireikningum Sigurðar á Tortola.

En auðvitað getur þetta allt verið lygi og að Sigurður hafi bara fengið í magann og ekki treyst sér í langt flugferðalag fyrr en hann væri búinn að fá sig góðan.

Árni Gunnarsson, 11.5.2010 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband