Og Sigurður fæst líklega ekki framseldur út af sleifarlagi stjórnvalda hér?

Þetta er nú alveg kosturlegur aumingaskapur stjórnvalda á Íslandi að undirrita ekki einu sinni alþjóðlega samninga um framsal á stórglæpamönnum milli landa. Þessar síðustu ríkisstjórnir okkar eru nú algjör lágkúra. Er hægt að bjóða þjóðinni upp á það að þeir menn sem eru trúlega stærstu fjársvikarar Íslandssögunnar geti ullað á okkur frá Bretlandi af því að nokkrar ríkisstjórnir í röð hafa verið uppteknar við að moka eigin skít undir teppin í staðinn fyrir að taka á útrásarglæponum. Menn hafa ekki einu sinni haft fyrir því að krota nafnið sitt á einfalda og sjálfsagða samninga milli landa um framsal. Eða eru íslenskir ráðherrar kannski ekki skrifandi? Svo er verið að segja að við séum svo langt komin í alþjóðasamstarfi að það sé betra að koma sér alla leið inn í ESB en að standa fyrir utan. Á þessu sviði erum við greinilega ekki komin langt inn í eitt eða neitt. Annað hvort þarf að væla utan í Bretunum til að fá Sigurð framseldan eða þá að gera eins og Bretar, Bandaríkjamenn og Ísraelar gera stundum, að senda eitthvað lið út til að ræna honum. Er ekki einhvers staðar einkaþota á lausu og nokkrir Mossad menn sem geta sótt þessa górillu til Bretlands?

Eða kannski dómsmálaráðherra geti æft sig í að skrifa nafnið sitt í kvöld og krotað á samninginn á morgun svo Bretarnir geti sent okkur Sigurð collect á næstu dögum.

Og ég var rétt búinn að vista þessa færslu þegar ég heyri í útvarpinu að búið er að gefa út handtökuskipun á Sigurð Einarsson og að hann er nú eftirlýstur af Interpol. Það er greinilega rétt sem ég skrifaði í gær að Sigurður er á flótta og að hann er enginn sakleysingi. Og það er komið á daginn að betur hefði honum verið stungið inn fyrir löngu síðan. Nú þarf að eltast við hann úti í heimi af því hann fékk tíma til að koma sér í hæfilega fjarlægð frá réttvísinni. Og ekki efast ég um að hann er búinn að nota tímann vel til að forða því fé sem hann hefur getað á þessum tíma.

Þessi hægagangur stjórnvalda við að taka á svikamyllunni er nú að koma okkur í koll.


mbl.is „Skipulögð glæpastarfsemi“ Kaupþingsmanna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband