Hįrrétt afstaša hjį Bretum en žetta er aš fara til fjandans engu aš sķšur - lęrum af Kķnverjum..

Ég verš nś aš vera Alister Darling alveg hjartanlega sammįla žegar hann lżsir žvķ yfir aš Bretar ętli ekki aš borga ķ sjóš til aš styrkja Evruna. Žetta er skynsamleg afstaša, enda eru Bretar bśnir aš brenna sig talsvert į peningamįlum og hafa greinilega lęrt eitthvaš af žvķ. Žaš er lķka įnęgulegt aš hinn stóri flokkurinn ķ Bretlandi hefur žaš į stefnuskrį sinni aš halda Bretlandi ķ hęfilegri fjarlęgš frį fjįrhagslegu svartholi ESB.

Žaš eru raunar ekki bara Bretar sem sjį hvert stefnir. Kjósendur ķ Žżskalandi lżstu óįnęgju sinni meš fyrirhuguš framlög til aš bjarga lįnardrottnum Grikkja meš žvķ aš kjósa gegn flokki Merkel ķ sambandsžingskosningum um helgina.

Allir sęmilega skynsamir menn, sama ķ hvaša landi žeir bśa, sjį og skilja aš mesti veikleiki sterks gjaldmišils er aš menn leggja allt ķ sölurnar til aš halda honum sterkum. Žaš er aušvitaš furšuleg afstaša, žvķ gjaldmišill getur žvķ ašeins veriš sterkur aš hann geti veikst svo efnahagslķfiš į gjaldmišilssvęšinu geti styrkts.

En žessi vištekni kjįnaskapur stjórnmįlamanna viršist byggjast į žvķ aš fjįrmįlaheimurinn rįši efnahagsmįlunum. Ef einhvers stašar žarf aš velja um hvort žaš eru lįnardrottnar sem tapa fé į gįleysislegum lįnveitingum og okri eša hvort skattgreišendur eru lįtnir borga fyrir žį tapiš, žį er alltaf vališ aš lįta skattgreišendur borga, amk. žaš sem hęgt er aš plokka af žeim. Meira aš segja žó aš fjįrmįlastarfsemin sé aš stórum hluta byggš į okri og brušli annars vegar, og žvķ aš bśa til peninga śr engu hins vegar (sem aušvitaš er ekki hęgt), žį er alltaf hlaupiš upp til handa og fóta aš bjarga žessum spilaborgum žegar žęr hrynja.

Nś er vandinn hins vegar oršinn svo višamikill aš žetta getur ekki haldiš įfram mikiš lengur. Endalokin eru fyrirsjįanleg. Žaš er samt ekki hęgt aš tķmsetja žau nįkvęmlega, žvķ enn er veriš aš reyna aš draga fleiri žjóšir ķ svašiš meš žvķ aš lįta žęr blęša fyrir hinar sem geta ekki meir. Žaš eru ennžį til einhverjir sjóšir sem į aš reyna aš tęma ķ daušteygjum žessa fjįrmįlakerfis sem stjórnar heiminum. En žaš er alveg ljóst aš žaš dugir skammt. Efnaminni žjóšir heims hafa enga peninga sem mįli skipta ķ žessa hķt, og af efnameiri žjóšunum eru fįar eftir til aš mjólka. Nś er fjįrmįlasvartholiš aš ryksuga upp śr sķšustu rķkiskössum Evrópu. Žaš stefnir ķ aš innan skamms verši žeir tómir, rétt eins og Japan og USA og fleiri mikilsmetandi rķkissjóšir.

Žį er ekkert eftir nema sjóšir Kķnaveldis, en žeir hafa ekki veriš ašgengilegir žessu fjįržyrsta fjįrmįlakerfi hins vestręna heims sökum "skringilegra" stjórnarhįtta Kķnverja sem greinilega eiga miklu betri hagfręšinga en vestręnar žjóšir. Žeim hefur meira aš segja tekist aš bśa til sannkallaš efnahagsundur ķ landi sķnu meš fįrveikum og handónżtum gjaldmišli, eins og vestręnir fręšingar skilgreina gjaldmišil Kķnverja.

Sennilega hafa Kķnverjar ekki veriš nógu duglegir aš mennta hagfręšinga sķna ķ hįskólum sem haga kennslunni ķ samręmi viš óskir styrktarašila śr fjįrmįlaheiminum eins og alsiša er į vesturlöndum. Žaš er lķklega įstęšan fyrir žvķ aš žeir kunna aš hagnżta sér ónżtan gjaldmišil til góšs fyrir efnahag landsins.

Žaš stefnir žvķ hratt og örugglega ķ aš ónżtt og śrkynjaš fjįrmįlakerfi į vesturlöndum leggja efnahag žess heimshluta ķ rśst og Kķna taki viš sem ašal efnahagsstórveldi heimsins. Ég ętla ekkert aš leggja mat į hvort žaš er gott eša ekki, en žaš stefnir óneitanlega žrįšbeint ķ žessa įtt.

Eitt ęttu nś Ķslendingar aš gera sem tengist žessu, žaš er aš rįša hingaš Kķnverskan fjįrmįlarįšherra og Kķnverskan efnahags- og višskiptarįšherra. Žessir kallar sem viš höfum ķ žessum embęttum skilja ekkert hvaš žeir eru aš gera og valda tómu tjóni į hverju degi. Steingrķmur meš žvķ aš reka rķkissjóš meš metfjįrlagahalla, 275 milljónum į dag. Og Gylfi meš žvķ aš taka lįn og gera žaš sem hann getur til aš styrkja krónuna svo efnahagslķfiš ķ landinu rétti helst aldrei śr kśtnum.
Losum okkur viš žessa kallaula og rįšum vel menntaša Kķnverja ķ žessi embętti. Ég er aš meina žetta ķ fullri alvöru.


mbl.is Bretar styrkja ekki evruna
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Jóhann Elķasson

ESB er fariš aš glišna og aš mķnu mati er ekki langt ķ aš žaš lišist ķ sundur, verši ekki gripiš til róttękra ašgerša.

Jóhann Elķasson, 9.5.2010 kl. 19:51

2 identicon

Spurning hvort Kķnverjarnir séu meš hįmenntaša hagfręšinga eša noti bara almenna skynsemi, taki ekkert of mikiš af lįnum og svo framleiša žeir mikiš sem gefur žeim peninga, žannig gręša žeir, žannig gręša allir.

Björn (IP-tala skrįš) 10.5.2010 kl. 10:14

3 Smįmynd: Gušmundur Įsgeirsson

Ég held aš efnahagsleg velgengni Kķna hafi ekkert meš hagfręši aš gera, žetta eru einfaldlega stęrstu vinnubśšir ķ heimi og meš svona ódżrt vinnuafl er lķtiš mįl aš gręša peninga.

Gušmundur Įsgeirsson, 10.5.2010 kl. 15:42

4 Smįmynd: Jón Pétur Lķndal

Sęlir og takk fyrir athugasemdirnar. Žetta meš Kķnverjana og velgengni žeirra er aušvitaš umhugsunarefni. Af žvķ Gušmundur nefndi aš įstęšan fyrir velgengni Kķnverja vęri kannski bara sś aš žetta séu stęrstu vinnubśšir ķ heimi, žį veršur fróšlegt aš sjį hvort velgengni okkar Ķslendinga veršur ekki óvenju mikil į nęstu įrum, nś žegar bśiš er aš breyta landinu ķ vinnubśšir, žar sem 50% žjóšarinnar į ekki neitt, 48% lķtiš og um 2% eiga žaš litla sem eftir er.

Nei, ég held reyndar aš breytingarnar ķ Kķna hafi einmitt meš hagfręši og hagstjórn aš gera umfram allt annaš. Žar hefur markvisst veriš unniš aš žvķ aš gera landiš aš stęrstu verksmišju heims. Og um leiš hefur žess veriš gętt aš hafa žannig stjórn į gjaldmišli landsins aš verksmišjan geti selt afuršir sķnar į heimsmarkaši.

Jón Pétur Lķndal, 10.5.2010 kl. 19:02

5 Smįmynd: Gušmundur Įsgeirsson

Sś staša sem žś lżsir varšandi Ķsland held ég aš sé einmitt įstęšan fyrir žvķ aš viš erum ekki komin ķ gjaldžrot nś žegar, og jį ég hef fulla trś į velgengni landsins į komandi įrum.

Gušmundur Įsgeirsson, 14.5.2010 kl. 23:05

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband