Fáránleg og villandi frétt.

Það er nú ljóta ruglið sem kemur stundum frá fjölmiðlum eins og þessi frétt um 290 þús. ný störf í Bandaríkjunum í Apríl. Það er engin frétt, það verða alltaf til einhver ný störf þar í hverjum mánuði.

Það sem er helsta fréttin úr atvinnulífi Bandaríkjanna er sú staðreynd að atvinnuleysið fór í 9,9% í apríl sem er nýtt met. Atvinnuástandið í landinu hefur ekki verið verra það sem af er þessari öld allavega. Kreppan er því enn á fullu í Bandaríkjunum ef marka má atvinnuástandið.

Tölur um smásöluverslun undanfarið valda líka vonbrigðum. Eyðslusemi kanans er full lítil. Þá er olíuvesenið á Mexíkóflóa að eyðileggja afkomu fjölda fólks við flóann. Það er því ekkert sem bendir til annars en versnandi efnahags í Bandaríkjunum rétt eins og Evrópu á næstunni.


mbl.is Störfum fjölgar í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband