Þessi frétt er búin að birtast óbreytt árum saman - hvað er í gangi?

Ég byrja á að taka fram að ég hef engan áhuga á fótboltanum.

En það sem veldur þessum áhuga á að blogga um hann er þessi frétt um að KR sé sigurstranglegasta liðið á Íslandsmótinu. Þetta er maður búinn að heyra á hverju einasta vori síðan um 1980 og er orðið eins og vorhret í hausnum á mér. Ekki veit ég hve oft þetta hefur gengið eftir, þ.e. að þeir hafi unnið deildina, eflaust hefur það komið fyrir. En ég skil ekki þessa spá sem er alltaf óbreytt á hverju vori. Hvaða tilgangi þjónar hún? Mér þætti allavega fróðlegt að fá eina frétt þar sem þessi vorspá um sigurstranglegasta liðið er borin saman við lokastöðuna, ca. 30 ár aftur í tímann.


mbl.is Fótboltinn 2010: KR-ingar langlíklegastir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvenær hefur KR EKKI verið spáð Íslandsmeistaratitlinum?????? Ég er orðinn svolítið leiður á þessum "endurunnu" fréttum.

Jóhann Elíasson, 7.5.2010 kl. 16:12

2 identicon

Síðustu 3-4 árin hefur FH ingum verið spáð titlinum. Annars verður vara að segjast að KR er með langbesta liðið í ár.

Alli (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband