Áfram flugumferðarstjórar.

Það er furðulegt að ef einhver fámenn stétt manna í þjóðfélaginu stendur í kjarabaráttu og fer greinilega fram á launahækkanir sem eru innan eðlilegra marka, þá er ríkisstjórnin til í að setja bráðabirgðalög til að koma í veg fyrir verkföll í tengslum við þessa kjarabaráttu.

Þetta er hámark aumingaskapar þessarar ríkisstjórnar. Það hefði verið nær að Steingrímur J. Sigfússon hefði hótað bráðabirgðalögum til að draga úr verðhækkunum, t.d. til að setja vaxtastig í landinu í 0% eins og það ætti með réttu að vera núna og til að aftengja verðtryggingu lána. Eða til að takmarka 25.000 kr. + tímakaup skilanefndarmanna og tengdra aðila. Það er ekkert sagt við því þó slíkur taxti sé rukkaður þar. Eða til að koma böndum á útrásarvíkinga og fjárglæframenn, og lengi má áfram telja, eða til að banna afskriftar fyrir fjárglæframennina nema öll önnur ráð séu fullreynd fyrst.

Nei, um leið og fólk sem vinnur samviskusamlega fyrir launum sínum fer í réttmæta kjarabaráttu, þá er hægt að hóta bráðabirgðalögum með afgerandi hætti.

Svo heyrir maður stöðugt suðið um að nú séu þannig tímar að ekki sé rétti tíminn til að hækka laun. En það eru víst þannig tímar að það má hækka allt annað um 100% eða meira. Þetta er nú meiri undirlægjuhátturinn og aumingjaskapurinn. Ég hvet flugumferðarstjóra til að hvika hvergi. Þó þeir hafi eitthvað hærri laun en margir aðrir í landinu er það engin ástæða til að þeir þurfi að þegja og hlýða eins og hundar. Betur væri að aðrar stéttir tækju þá sér til fyrirmyndar og færu í harða kjarabaráttu sem fyrst. Það eru allar forsendur til þess, einmitt núna.


mbl.is Lög leysa engan vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Góðir punktar hjá þér. Sá vægir sem vitið hefur meira er sagt og mér finnst þetta alveg rétt ákvörðun sem Flugumferðastjórar komu með, og auðvitað á að semja við þá.. Aðrar stéttir ættu að taka þá sér til fyrirmyndar ef einhvað er ekki að rífa kjaft... það er alveg ljóst eins og þú segir að Ríkistjórnin ætlar sér ekkert að gera til að koma á móts við almenning í landinu. Búin að taka þessa Launaverðtryggingu af persónuafslætti okkar landsmanna en heldur sjálf eftir launavernd á sín laun, hversu raunveruleikafyrrt er þetta segi ég bara... Allir launþegar ættu að rísa upp núna og krefjast þess að þessari þróun verði snúið tafarlaust við.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.3.2010 kl. 21:12

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæl Ingibjörg og takk fyrir athugasemdina. Já þetta er dáldið öfugsnúið. Það er endalaust dekrað og borgað í tugmilljaraðavís fyrir þá sem ekkert hafa til þess unnið annað en að klúðra öllu sjálfir, en þeir sem vinna alvöru vinnu og skila henni án þess að því fylgi ómælt fjárhagstjón mega ekki fá krónu í viðbót fyrir sitt framlag til þjóðfélagsins.

Jón Pétur Líndal, 11.3.2010 kl. 21:28

3 identicon

Hérna er verið að ræða um stétt sem hefur í byrjunarlaun yfir 800.000 á mánuði eða um fjórföld laun venjulegs launþega.  Vissulega er mikið álag og mikil ábyrgð sem fylgir starfinu en samt,  lækkun laun þeirra og annara hálaunastétta með yfir 500.000 kall um 25 % væri réttara.

Sæmundur (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 21:32

4 identicon

Inngrip ríkisstjórnarinnar í þessa kjaradeilu er enn einn áfellisdómur á það fyrir hvað hún stendur.  Í stað þess að vinnandi fólk í landinu geti haft það sæmilegt er þetta staðfesting þess að hér á Íslandi skal rísa úr sæ útópía sósíalismans þar sem allir eiga að hafa það jafn skítt. 

Ómaginn (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 21:41

5 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæl aftur öll. Það er rétt hjá Ómaganum að þetta er alveg skelfilegur sósíalismi sem er að leggjast yfir landið. Það er annars vegar verið að hækka skatta og lækka laun og jafna þau hjá almenningi og hins vegar eru svo nokkrir gjörspilltir vinir ríkisstjórnarinnar sem allt er gert fyrir. Þeir fá afskriftir og gefins fyrirtæki, jafnvel ríkisstuðning við bæði gamlan og nýjan rekstur, undanþágur frá almennum reglum, aðstoð við að brjóta niður heilbrigða samkeppni, gamlar skuldir borgaðar og einkalúgu inn í ríkiskassann.

Jón Pétur Líndal, 11.3.2010 kl. 21:46

6 identicon

Sæmundur, byrjunarlaun flugumferðarstjóra eru rúmlega helmingi lægri en sú tala sem þú nefnir. Síðan má benda á það að laun meira en helmings flugumferðarstjóra á landinu eru borguð erlendis frá með gjaldeyri frá flugvélum sem fljúga í gegnum íslenska flugstjórnarsvæðið þannig að þau laun koma ekki af skattinum frá mér eða þér.

ATC (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 22:09

7 Smámynd: Hamarinn

Hverjar eru kröfur flugumferðastjóra?

Ef þær eru svona sanngjarnar, hvers vegna upplýsa þeir okkur þá ekki um þær og laun sín?

Hamarinn, 11.3.2010 kl. 22:26

8 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Bráðabirgðalög eru bara sett þegar þing er ekki starfandi.

Ef borið væri fram frumvarp til að stöðva fyrirhugað verkfall flugumferðastjóra fengi það þinglega meðferð þar sem þing er starfandi.

Þeir alþingismenn sem væru mótfallnir slíkri lagasetningu gætu tekið til varnar.

Ég þekki ekki til aðstæðna þessa launþegahóps, hvor þær séu afar bágar og þess vegna sé þeim nauðsyn á kauphækkunum.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 11.3.2010 kl. 22:27

9 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sælir. Ég veit ekki um kröfur flugumferðarstjóra. Þegar flugvirkjar voru í umræðunni fyrir stuttu síðan var talað um að þeir væru að fara fram á allt að 25% hækkun. Einhvers staðar heyrðist þá að flugumferðarstjórar væru að gera svipaðar kröfur.

En það er ljóst að m.v. verðþróun og skattpíningarstefnuna í landinu undanfarið eitt og hálft ár mætti líta á sem sanngjarnar kröfur allt að 100% hækkun á launum. En það er kannski full góðærisleg bjartsýni að búast við slíkri sanngirni í launamálum í þessu ástandi sem nú ríkir. En 25% eða þar í kring finnst mér afar hóflegar og sanngjarnar kröfur af hálfu launþega. Og það er líka alveg ljóst að fyrir margar stéttir dugir 25% hækkun hvergi nærri til að mæta reglubundnum útgjöldum vegna framfærslu fjölskyldu.

Það er alveg rétt hjá Þorsteini að bráðabirgðalög eru sett þegar alþingi er ekki starfandi. En ég lét glepjast af villandi umræðu í sjónvarpinu og át upp þessa vitleysu um bráðabirgðalög. Auðvitað var stefnt á að setja lög, ekki bráðabirgðalög. En það er á vissan hátt merkilegra heldur en ef bráðabirgðalög hefðu verið sett. Það er nógu öfugsnúið fyrir ríkisstjórn hinna vinnandi stétta að setja bráðabirgðalög á kjósendur sína, enn merkilegra ef hún getur fengið allt þinglið hinna vinnandi stétta til að setja lög á lýðinn.

Jón Pétur Líndal, 11.3.2010 kl. 22:39

10 identicon

Þá hýtur að vera réttmæt krafa að:

Setja lög á hækkun á eldsneyti.

Hækkun á matvöru

Hækkun á vísitölu

Eða afnema vísitölu

Lög þess efnis að eigur manna sem sæta rannsókn sérstaks saksóknara séu frystar.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband