Djöfullinn er óvinur, óvinurinn er djöfullinn.

Er það ekki þannig að það er alltaf hægt að gera allt mögulegt ef menn hafa einhvern óvin að glíma við. Óvinurinn getur þjappað mönnum saman til ótrúlegustu hluta. Nú í dag er t.d. helsti óvinur ríkisstjórnar Íslands flugumferðarstjórar. Þeir eru svo slæmur óvinur að ríkisstjórnin var tilbúin til að setja lög á réttmætar aðgerðir þeirra. Svo slæman óvin hefur þessi ríkisstjórn ekki átt hér áður, og eru þó vandamálin hér margvísleg og erfið.

En óvinir sumra geta verið vinir annarra. T.d. sýnist mér að helstu óvinir íslenskrar þjóðar undanfarin ár hafi verið útrásarvíkingarnir svokölluðu. En þeir eru vinir ríkisstjórnarinnar og þess vegna er ekki verið að berjast við þá. Og reyndar eru vinirnir, útrásarvíkingarnir og ríkisstjórnin, orðnir óvinir þjóðarinnar í dag, bæði saman og sitt í hvoru lagi. Báðir aðilar vinna saman að því að koma öllum fjárglæfrunum og klúðrinu yfir á þjóðina. Hvorugur þykist hafa gert neitt af sér, en þeir sem var haldið í fjarlægð og talin trú um hvað allt var sniðugt, almenningur, eiga nú að borga.

Eins og fram kom í Kastljósi í kvöld áleit forseti Bandaríkjanna endur fyrir löngu að meiri hætta stafaði af fjármálakerfinu en öllum herafla heimsins. Hann sá djöfulinn í fjármálakerfinu. Mér sýnist að forsetinn hafi haft rétt fyrir sér og að djöfullinn sé enn í fjármálakerfinu.

Fjármálakerfið virðist vera hinn gráðugasti og vægðarlausasti alheimsdjöfull. Ríkisstjórnin og útrásarvíkingarnir eru okkar djöflar. Páfagarður hefur svo sinn djöful. Kannski við ættum að berjast við okkar djöfla eins og Páfagarður við sína, með særingamönnum. Skyldi það gera gagn?


mbl.is Segir djöfulinn hafa hreiðrað um sig í Páfagarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband