Ástþór réðist gegn DV og Hreini Loftssyni í dag.

Það voru fleiri en Móri í ham í dag. Ástþór Magnússon réðist líka gegn sorablaðinu DV í dag og eigendum þess Hreini Loftssyni sem á félagið Austursel ehf sem á félagið Hjálm ehf sem á félagið Birtíng ehf sem gefur út DV. Ástþór hefur alloft verið skotspónn DV á undanförnum árum og var að setja sig í stellingar til að höfða meiðyrðamál. Þegar hann fór að kanna hverjum hann ætti að stefna í slíku máli til að það yrði nú ekki ónýtt vegna formgalla kom í ljós að þetta blað þarf að rekja í gegn um fjölmörg félög þar til finnst einhver endi á slóðinni þar sem er mannlegur eigandi og ábyrgðarmaður sem hægt er að draga fyrir dóm út af skrifum þessa blaðs.

Ástþór bendir réttilega á að í raun er útgáfufélagið Birtíngur gjaldþrota.
Við nánari skoðun á efnahag félagsins í árslok 2008 var hann í meginatriðum svona.

Eignir:
Útgáfuréttur sem er varla nokkurs virði 170 millj.
100% eignarhlutur í Fögrudyrum ehf sem er ekki með
starfsemi og því varla nokkurs virði 11 millj.
Ótrúlega háar viðskiptakröfur, hljóta að vera ofmetnar 152 millj.
Aðrar eignir skv. efnah.r. sem líklega eru raunverulegar 53 millj.

Eignir Birtíngs samtals. 386 millj.

Skuldir:
Langtímaskuldir í bönkum 13 millj.
Skammtímskuldir af ýmsu tagi 283 millj.

Skuldir Birtíngs samtals. 296 millj.

Þegar þetta er skoðað og haft í huga að eignirnar eru greinilega ofmetnar um allavega 181 milljón og trúlega mun meira þá er ljóst að Birtíngur (DV) er gjaldþrota upp á a.m.k. 91 milljón strax í árslok 2008. Trúlega er félagið þó enn verr sett m.v. viðskiptakröfur sem varla nást inn að fullu mv. almennt rekstrarumhverfi í þjóðfélaginu. Þá verður að hafa í huga að auglýsingar og áskriftir eru innheimtar jafnharðan og auglýsing er birt eða blaðið keypt þannig að það er erfitt að skilja hvaða óskapa viðskiptakröfur geta fylgt svona rekstri ef hann er með eðlilegum hætti. Samt er skrifað upp á þetta af endurskoðanda sem skellti víst á þegar Ástþór vildi ræða við hann um þetta bókhald.

Ef skoðað er næsta félag í pýramídanum, Hjálmur ehf. þá á það félag á eignahliðinni 193 milljónir, uppistaðan í þeirri upphæð er 90% hlutur í Birtíngi ehf en einnig fleiri umdeilanlegar eignir m.a. lán til RT kr. 5 millj. og lán til ER kr. 15 millj. Nú veit ég ekki hvaða lán þetta eru, er RT kannski Reynir Traustason?? Hver er ER?? Er það Elín Guðrún Ragnarsdóttir framkvæmdastjóri Birtíngs? Til hvers þarf hún 15 milljóna lán? Er þá ritstjóranum ritstýrt í gegnum afborganir af láni frá vinnuveitanda sínum og framkvæmdastjóranum líka?? Kannski eru þetta feilskot hjá mér, kemur í ljós. Veit bankinn af því að lánin til Hjálms eru endurlánuð til ER og RT, kannski til að stýra fréttaflutningi. Er gott að lána út á svoleiðis??Get ég líka fengið lán út á að ljúga upp fréttum??

Svo er það toppurinn á pýramídanum, Austursel ehf. Það félag er skv. eigin bókhaldi gjaldþrota með eigið fé neikvætt um 39 milljónir. Veit lögmaðurinn eigandi félagsins ekki að það á að hætta starfsemi þegar félag er orðið gjaldþrota?

Í öllum félögunum er sami endurskoðandi, hann sér samt ekkert athugavert við þessa uppbyggingu á keðju gjaldþrota félaga og skrifar undir ársreikninga athugasemdalaust. Vantar ekki eitthvað aðhald þarna.

Þegar svona blað eins og DV fær að vera í rekstri undir röð af gjaldþrota félögum, þarf þá ekki einhvern tryggingasjóð fyrir fjölmiðla svo þeir sem verða fyrir óverðskulduðu skítkasti geti sótt bætur fyrir þegar dómar falla þeim í hag? Er kannski hægt að fara í ábyrgðarsjóð lögmanna vegna DV málsókna, raunverulegur eigandi er jú lögmaður??

Niðurstaðan af þessu er að það er verið að reka fjölmiðil sem eru í raun gjaldþrota. Það er alveg sama hvað skrifað er í þetta blað, hvort það er satt eða logið. Ef einhver fer í mál út af upplognum fréttum þá gerir það ekkert til því félagið getur ekkert borgað þó það fái dóm. Það er bara skipt um kennitölu og haldið áfram að ljúga.

Er þetta ekki dáldið mikið 2007 ennþá?? Er skrýtið þó fréttaflutningur ýmissa fjölmiðla sé furðulegur ef þetta er dæmigert fyrir einkamiðlana? Er þetta frjáls fjölmiðlun eins og DV kenndi sig við í gamla daga.??


mbl.is Móri réðist að Erpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband