Of gott til að vera satt.

Þetta var nú góð frétt í mörgum skilningi, þó að Steingrímur vildi ekki að RÚV birti hana.

Hún var góð að því leyti að þarna var nú verið að koma einhverju sem máli skipti upp á borðið. Það fannst mér góð frétt og bera vott um stefnubreytingu þessarar leyndarstjórnar. En beiðni Steingríms bendir til að stjórnin sé samt ekki að breyta um stefnu hvað það varðar.

Hún var líka góð vegna þess að það sem fram kom um tillöguna sjálfa var jákvætt og sýnir að nú á loksins að spyrna við fótum gagnvart kröfum Breta og Hollendinga.

Hún var góð vegna þess að í smástund fékk fólk á tilfinninguna að ríkisstjórnin væri að taka við sér og hrökkva í réttan gír í þessu máli.

Hún var góð vegna þess að fram koma að allir flokkar á þingi stæðu nú saman að þessari nýju tillögu. Það virkaði vel að heyra loksins um samstöðu á Alþingi eftir sundurlyndisþras í heilt ár.

En eftir því sem Steingrímur segir núna þá var fréttin bæði upplogin og óheppileg. Það er þá eins með þessa frétt og með svo margt annað, að ef það er of gott til að vera satt þá er það ekki satt.


mbl.is Bað RÚV að birta ekki fréttina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband