Þjónar glæpasamtaka.

Það á að breyta Íslendingum í þjóna og skuldaþræla alþjóðlegra glæpasamtaka. Þetta er alveg orðið fullljóst. Ríkisstjórn Íslands er búin að sætta sig við þetta. Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi er búinn að sætta sig við þetta. Nú er verið að þjarma að forsetanum að sætta sig við þetta. Þjóðin verður neydd í þetta, því hún fær engu að ráða um málið.

Þetta er mín afstaða því í þessu Icesave máli hefur þetta gerst:

1. Geir Haarde gaf út eftir bankahrun þá yfirlýsingu að innistæður í bönkum yrðu tryggðar. Þegar þessi yfirlýsing var skoðuð nánar kom í ljós að hún gekk lengra en lög Íslands, Bretlands og ESB krefjast.

2. Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi hefur í stað þess að leiðrétta yfirlýsingu Geirs í samræmi við það sem lög allra málsaðila áskilja, ákveðið að standa við ítrustu túlkanir á yfirlýsingu Geirs og telur sig skuldbundinn til að saklausir Íslendingar borgi það sem krafist er án allra fyrirvara.

3. Íslendingar flutu sofandi að feigðarósi í aðdraganda hrunsins. Um það verður ekki deilt, eftirlitsstofnanir brugðust, eigendur og stjórnendur bankanna brugðust, enda nú þegar dæmdir glæpamenn sumir hverjir. Stjórnmálamenn brugðust, enda á miklum styrkjum frá fjármálakerfinu sem virka sem sterkt deyfilyf á siðferði þeirra sem styrkina þiggja. En það sem verra er en að fljóta sofandi að feigðarósi er að fljóta þangað vakandi. Það er það sem nú er að gerast, ríkisstjórnin hefur ákveðið að fljóta áfram í sömu átt og áður og er þó öllum ljóst hvert stefnir nú þegar allir eru vaknaðir.

4. Ekkert hefur verið hreyft við þeim mönnum sem keyrðu bankana og fleiri fyrirtæki í þrot. Enginn hefur verið settur í varðhald, engar eignir frystar utan smáupphæðar hjá manni í aukahlutverki í þessu hruni, ríkið er meira að segja í verulegum viðskiptum og samstarfi við suma þá sem allra mesta ábyrgð bera á óförunum. Spillingin er því algjör. Hvernig er hægt að taka ekki á þessum þætti málsins þegar þó er búið af stjórnvöldum að viðurkenna að stór glæpur hafi verið framinn með því að setja sérstök lög um að íslenskur almenningur skuli greiða gríðarlegar skaðabætur vegna þess. Skaðabætur sem eru jafnvel á við stríðsskaðabætur eftir heimsstyrjöld, sé tekið tillit til höfðatölu þeirra sem bæturnar borga. Og munum það að enn var verið að borga af stríðsskaðabótareikningi þjóðverja á þessu ári, rúmum 90 árum eftir að þeirri heimsstyrjöld lauk sem þeir eru að borga fyrir. Verðum við enn að berjast við þetta óréttlæti eftir 90 ár??

5. Alþjóðastofnanir eins og AGS, ESB, LSD, S&P og fjölmargar ríkisstjórnir Evrópuríkja beita miklum þrýstingi til að almenningur á Íslandi verði látinn borga. Enginn gerir hins vegar kröfur um að fjármálagerningar verði raktir upp, eigendur og stjórnendur fyrirtækja dregnir til ábyrgðar og undanskotið fé sótt og notað til að gera upp við sparifjáreigendur. Þess vegna verð ég að kalla alla þessa aðila glæpasamtök. Þetta er alþjóðlegt þjóðarrán.

6. Allri ábyrgð á því hvernig fór er velt á Íslendinga. Samt var allt kerfið sett upp eftir reglum Íslands, ESB og þeirra landa þar sem bankarnir voru með starfsemi. Engin ábyrgð virðist þurfa að fylgja því að þeir sem lögðu inn á Icesave reikninga og Edge reikninga höfðu sjálfstætt val um að leggja fé á þessa reikninga. Enginn neyddi þá til þess. Engin loforð voru um að þessir reikningar væru tryggari en almennar reglur þessara ríkja og ríkjasambanda segja til um.

7. Einhvern veginn hefur því verið komið inn hjá ríkisstjórn Íslands að íslenskur almenningur megi alls ekki skipta sér af þessu máli, t.d. með því að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort greiða eigi meira en reglur kveða á um. Það á ekki að leyfa þjóðinni að leggja málið fyrir dómstóla, nema e.t.v. héraðsdóm í Bretlandi. Það voru sett hryðjuverkalög á Íslendinga út af þessu máli í Bretlandi. Trúlegt að dómstólar þar séu þá þeir hæfustu til að fjalla hlutlaust og réttlátlega um málið.

Ég get ekki annað lesið út úr þessari málsmeðferð og aumingjaskap stjórnvalda á Íslandi en að Bretar séu með ósvífni og yfirgangi að gera Ísland að næstu nýlendu sinni með óbærilegum og óréttmætum skuldaklafa vegna óréttmætra krafna sem dengt er yfir þjóð okkar í stað þess að gera upp sakir við þá sem sekir eru. Ég fordæmi þessa aðferðafræði sem aðgerðir hverra annarra glæpasamtaka. Megi öllum þeim sem að þessu standa farnast sem verst héðan í frá og öllum þeirra afkomendum í sjö liði. Megi bölvun hvíla á öllu því fólki sem þessu hefur komið til leiðar þar til það hefur bætt sig og leiðrétt gjörðir sínar.

Öllum öðrum lesendum mínum óska ég gleðilegs árs og góðrar ævi. Megið þið öll komast sem best af í þeim ósköpum sem yfir þjóðina ganga.


mbl.is Gæti endurvakið diplómatíska deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er svo sannarlega sammála þér!

Gleðilegt nýtt ár öllsömul.

Geir (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 00:35

2 identicon

"1. Geir Haarde gaf út eftir bankahrun þá yfirlýsingu að innistæður í bönkum yrðu tryggðar. Þegar þessi yfirlýsing var skoðuð nánar kom í ljós að hún gekk lengra en lög Íslands, Bretlands og ESB krefjast."

Ég vill reyndar vísa til þessa liðs sem og liðs 2 og benda á að EFTA dómstóllinn telur að neyðarlögin standist og voru þau jú gerð til að tryggja að á Íslandi gæti bankastarfsemi gengið áfram, því eins og hefur verið rakið(þá sérstaklega fyrir ~1 ári) var á tíma raunveruleg hætta á að trú og traust á bankakerfið væri algjörlega horfin(s.s. allir voru í bönkunum að taka út og kaupa sér öryggisskápa). Þetta var mjög mikilvægt því annars væru líkur á að almenn bankastarfsemi gæti lítið sem ekkert starfað á Íslandi næstu áratugina. Þetta var líka einhver valdur þeirra hörku sem Bretar/Hollendingar sýndu okkur fyrir ári en er nú farin, þ.e. ástæðan fyrir hörkunni.

Vildi bara benda á þetta, því eins illa og sú ríkisstjórn stóð sig, þá tel ég að sú björgunaraðferð sem sjálf neyðarlögin voru hafi verið mjög nauðsynleg og vel gerð. Því miður virtist samskiptahæfileikar ráðherrana við erlenda aðila um lögin ekki nægilega góð þó sem jú var(ásamt populisma verkamannaflokksins) ástæða beitingu hryðjuverkalaganna.

Gunnar (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 01:00

3 identicon

Þið eruð svona hressir?

Óli blaðasali (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 03:47

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Grein eða blogg Jóns er sannleikanum samkvæm og ágæt, en er ekki meiningin sú að menn skrifi eða geri athugasemdir undir nafni og helst með mynd. Þessar aðsendu athugasemdir líkjast helst fánum eða merkjum frímúrara eða einhverskonar krossfara - öfgasamtaka og þar að auki að reyna að vera fyndinn með því að kalla sig Óla blaðasala þykir mér ósmekklegt og þætti rétt að einhver sem þiggur væntanlega laun fyrir að hafa eftirlit með mbl. blogginu væri mér sammála.

Jónatan Karlsson, 1.1.2010 kl. 04:28

5 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Góðan daginn og takk fyrir athugasemdirnar.

Jón Pétur Líndal, 1.1.2010 kl. 09:30

6 identicon

Góðan dag.

Ég er bara að prófa hvaða mynd kemur, kann ekkert á þetta. Er annars sammála Jónatan um að menn eiga að koma fram undir fullu nafni en ekki einhverjum gælu- eða grínnöfnum. Auk þess legg ég til að lögin verði borin undir þjóðaratkvæði. Baldur Garðarsson mastersnemi í siðfræði, bag3@hi.is

Baldur Garðarsson (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband