Maður ársins 2009 er Björgólfur Thor.

madurarsins@ruv.is

Björgólfur Thor Björgólfsson hlýtur að vera maður ársins. Búinn að koma þjóðinni á hausinn með Icesave. Búinn að fá ríkisstjórnina til að koma skuldahalanum vegna þessa máls á þjóðina. Lúrir með Actavis og þúsund milljaraða skuld þess fyrirtækis í bakhöndinni. Búinn að leggja fram frumvarp um skattaafslátt til sín fyrir nýtt snilldarfyrirtæki. Lifir í vellystingum praktuglega og brosir framan í heiminn og flónin á Íslandi. Þetta er maður til að líta upp til. Þetta er maður ársins að mínu mati.

Jón P. Líndal.

Ég sendi þetta áðan inn í val á manni ársins hjá RÚV. Það er ótrúlegt hvað Björgólfur hefur áorkað á árinu sem er að líða. Enginn annar einstaklingur hefur haft viðlíka áhrif á þjóðina alla á árinu með athöfnum sínum. Þó afleiðingarnar af gerðum hans séu hörmulegar er ekki hægt annað en greiða honum atkvæði í vali á manni ársins að ótal mörgum öðrum ólöstuðum. Enginn annar hefur haft viðlíka áhrif á þjóðina alla á árinu með athöfnum sínum. Þið sem getið tekið undir þetta megið gjarna greiða honum atkvæði ykkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Björgúlfur Thor varð umsvifalaust maður ársins þegar hann svaraði spurningu í kvikmyndinni  Guð blessi Ísland  um hvað varð um peningana sem voru lagðir inn í Icesave.  Hann sagði það vera úrelta hagfræði að peningar skipti um hendur.  Nýja hagfræðin,  sem héðan í frá verður kölluð Björgúlfs hagfræðin,  er sú að peningar lúti sama lögmáli og blóm sem visna og hverfa.  Peningar visna og hverfa.

Jens Guð, 30.12.2009 kl. 21:41

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Jens. Já, Björgólfur er langt á undan samtímanum með sína hagfræði. Ég býst ekki við að lifa það að þessi hagfræði hans komi almenningi til góða.

Jón Pétur Líndal, 30.12.2009 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband