Auðvitað ekki - Skoðið Verneglobal.com - Það er líka fleira gruggugt við þetta dæmi.

Kristinn sýnir það að hann hefði nú frekar átt að fara á þing núna en sumir sem þar sitja. Auðvitað er það rétt hjá Kristni sem hann segir um mörg hundruð milljóna stuðning við gagnaver Björgólfs Thors. Það er þvílíkur hálfvitagangur að nokkrum manni skuli detta í hug að ríkisstyrkja þetta dæmi.

Ég vil nú skora á alla áhugsama bloggara að skoða heimsíðuna Verneglobal.com, þar sem aðstandendur gagnaversins eru með opinbera kynningu á því og kostum Íslands fyrir gagnaversþjónustu. Þegar síðan er skoðuð er fljótséð að það er ekki bara verið að plata stjórnvöld á Íslandi heldur einnig væntanlega viðskiptavini. Það eru nokkrar staðhæfingar á síðunni sem eru alveg ótrúlegar og væru vart settar þar fram nema vegna þess að búið er að plata íslensk stjórnvöld og vegna þess að verið er að reyna að plata fyrirtæki í viðskipti við þetta gagnaver.

Fyrir það fyrsta þá er á síðunni væntanlegum viðskiptavinum lofað skítbillegum verðbólguvörðum rafmagnstaxta með séríslenskri skjaldborgarvörn gegn hækkandi heimsmarkaðsverði á rafmagni til næstu 20 ára.
Þetta er nú ekki hægt að gera nema búið sé að plata stjórnvöld og opinber orkufyrirtæki til að selja rafmagn til gagnaversins á undirverði til langs tíma.

Í öðru lagi er fullyrt að gagnaverið sé á stað þar sem rekstraröryggi sé meira en í Ameríku, Bretlandi og Indlandi. M.a. vísað í að Reykjanesið sé búið að vera óhreyft á sínum stað í 200 milljón ár. Þetta eru nú alveg nýjar fréttir fyrir mig og líklega jarðvísindamenn á Íslandi. Allavega segir Sigurður Steinþórsson, prófessor í jarðfræði við Háskóla Íslands á vísindavef Háskólans, að elsta berg á Íslandi sé um 16 milljón ára gamalt. Þá er auðvelt að sjá að hraun hafa nýlega runnið um Reykjanes, skv. rannsóknum síðast fyrir 8-900 árum síðan. Jarðskjálftavirkni er talsverð og veðurfar á Íslandi auk þess vel til þess fallið að trufla raforkuflutning eins og allir landsmenn þekkja í mismiklum mæli af eigin raun.
Þarna er vægt til orða tekið verið að blanda saman hreinum lygum og miklum ýkjum til að selja þessa hugmynd. Ekki góð blanda það. Það er því full ástæða til að fá fram hvað íslenska þjóðin á að bera mikla ábyrgð á þessu nýja ævintýri Björgólfs.

Og það er ekki allt búið.

"At Verne Global, we help your company untether itself from high data center rents, high power costs and massive carbon footprints. Iceland is an excellent place to locate your next data center because it eliminates all three. The country provides an optimized combination of locational, economic and ecological benefits for data center implementations. Our wholesale model allows us to pass the benefits of Iceland's low-cost, renewable power directly to you. Thanks to Iceland's climate, we also provide free ambient cooling, which immediately impacts your TCO."

Þessi klausa er tekin beint af heimasíðunni. Þar kemur fram að viðskiptavinir geta losnað við háa leigu, hátt orkuverð og mengun með því að koma í viðskipti við gagnaverið. Þar að auki fylgir frí kæling með.
Ef þetta er svona gott dæmi, búið að kaupa fasteignir fyrir þetta á spottprís af ríkinu, búið að semja um orku á spottprís fyrir orkufyrirtækjunum, kælingin ókeypis og engin mengun, af hverju þarf þá líka að veita þessu fyrirtæki skattaafslátt??? Ég spyr, alveg burtséð frá því hvort Björgólfur fær hlut í þessum skattaafslætti eða ekki. Ástæðan er væntanlega bara sú að það er verið að láta reyna á hvað hægt er að mjólka mikið af ríkinu og þjóðinni á meðan fárið út af hruninu stendur yfir. Nota tækifærið til að sparka aðeins meira og hirða eitthvað fleira, á meðan allt er hér á hnjánum eftir Björgólf og félaga. Þetta lýsir viðskiptasiðferði sem er algjörlega óþolandi og ég krefst þess að stjórnvöld fari að berja frá sér þegar svona óþverrabrögðum er beitt í stað þess að láta þetta yfir sig ganga.


mbl.is Kristinn H: Ekki krónu til Björgólfs Thors
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Gíslason

Það er nú alveg nýtt að kæling fyrir tölvubúnað sé ókeypis á Íslandi.  Varla ætlar þeir bara að opna glugga og láta trekkja í gegn, það þarf nú meira til.  Einnig þarf gríðarlegt varaafl, bæði olíuknúna rafala og rafhlöður og stýringar til að tryggja rekstraröryggi og það telst nú varla ódýrt og mengurnarlaust.

Ólafur Gíslason, 22.12.2009 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband