Skyldu nú vinirnir vera vinir í raun.

Jón Ásgeir er að biðja vini sína um hjálp við að ná aftur Högum og fleiri fyrirtækjum sem 1998 eru móðurfélag að. Nú kemur í ljós hvort þetta eru góðir vinir hans í raun, eða hvort þeir skulda honum greiða, eða hvort hann á einhverjar þumalskrúfur á þá eða hvort um ekkert af þessu er að ræða og þeir yfirgefa hann. Ef hann fær ekki hjálp við að ná þessu aftur þá hrynur örugglega til grunna allt sem eftir er af hans viðskiptaveldi. Það eru varla bitastæðari einingar til í því heldur en fyrirtæki eins og Bónus.

Smá vísa um þetta kemur hér. Hún er illa kveðin eins og venjulega.

Nú færa á þeim Haga,
eftir mikið tjón.
Haltir leiða blinda,
Walker leiðir Jón.


mbl.is Segja ákvörðun Arion ráðgátu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæti verið bragarbót.  Svona til að halda bragarhættinum til haga:

Þegar öllu er til haldið "Haga"

hefst af mikið tjón

Virðist blindur valtan draga

Walker leiðir Jón

Gunnar (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 17:31

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Gunnar og takk fyrir bragarbótina. Gaman að þú skulir lyfta þessum kveðskap upp á brúklegt plan. Takk fyrir það.

Jón Pétur Líndal, 25.11.2009 kl. 00:56

3 identicon

Þó að vísan virtist ljót
varð það ekki að tjóni.
Gunnar gerði bragarbót
og bætt' ana hjá Jóni

Gunnar (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 11:50

4 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Gunnar og takk fyrir kveðskapinn. Það er fullt af svona vísum hér á blogginu hjá mér. Þú mátt gjarnan fara yfir þetta og betrumbæta að vild ef þú nennir að fletta í gegn um bloggfærslur eða hefur gaman af þessu. Það er aldrei að vita nema eitthvað skemmtilegt komi út úr slíku.

Jón Pétur Líndal, 25.11.2009 kl. 21:58

5 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Gunnar kann að kveða ljóð

og bæta vonda vísu.

Skyldi hann gera fagurt fljóð

að ennþá meiri skvísu.

Jón Pétur Líndal, 25.11.2009 kl. 22:00

6 identicon

Ég veit nú ekki hvort ég hef nennu til þess. Ég datt nú svona fyrir tilviljun á síðuna þína. En vísan sem þú settir fram síðastu, hún er betri svona:

Gunnar kann að kveða ljóð

og koma lag á vísu.

Skyldi hann eiga fagurt fljóð,

föngulega skvísu?

Láttu samt ekki slá þig út af laginu þó ég amist aðeins við bragfræðinni.

Bragfræðin er leiðinleg

ljóðstafir mig villa.

Leiðin mín um vísnaveg

varðast heldur illa.

GS

Gunnar (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 01:08

7 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Gunnar og takk fyrir þetta. Nei, ég læt ekkert slá mig út af laginu þó bragfræðin sé eitthvað löguð og leiðrétt, enda kann ég ekkert í henni. Ég vildi bara óska að þjóðfélagsástandið væri með þeim hætti að ekki væri við öðru verra að amast en bragfræði.

En á hinn bóginn er oft gaman að kveðskap og kannski ætti maður að reyna að læra eitthvað um þetta svo það geti komið betri kveðkapur frá manni, ef maður hefur þá á annað borð einhverja hæfileika til að læra svona list.

Jón Pétur Líndal, 26.11.2009 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband