Skuldir heimilanna - Fara sýslumenn að lögum? - Ég á nú eftir að sjá það.

Skyldi nú ríkið hafa í sér manndóm til að fara að lögum og endurgreiða ólöglega innheimt og oftekin gjöld? Ég á nú eftir að sjá að það verði. Þarna hefur verið staðfest fyrir hæstarétti að sýslumenn landsins hafa brotið lög samfellt í um 30 ár. Af greininni má skilja að það sé strax farið að þvæla málið á þann hátt að láta fyrnast yfir sem mest af þessu svo menn komist upp með lögbrotið. Þannig er nú tekið á þeim sem lenda í fjárhagsvanda, ríkið stelur af þeim og snýr svo út úr þegar upp um þjófnaðinn kemst. Og nú er búið að berja lengi á skuldurum og auka þeirra vanda með ólöglegri gjaldtöku sýslumanna. Verða ekki heimilin og smáfyrirtækin meðhöndluð akkúrat svona í þeirra viðamikla vanda núna? Eru ekki lausnirnar sem eru boðnar meira og minna plat og svindl sem þjóna frekar hagsmunum bankanna og ríkisins en íbúum heimilanna? Svei þessu kerfi.

Og er þetta ekki einn stærsti vandi Íslands í hnotskurn? Það vill enginn fara að lögum, bara fara sínu fram. Ekki einu sinni sýslumenn sem maður hélt þó að væru til þess að framfylgja lögum í öllum sínum verkum. Hvernig geta menn verið sýslumenn og borið höfuðið hátt, verið undir stjórn Dómsmálaráðherra og brotið lög áratugum saman og svo er bara snúið út úr og reynt að sleppa með glæpinn þegar upp kemst. Ef þetta gengur eftir eins og útlit er fyrir, hver er þá munurinn á sýslumönnum og búðarþjófum, innbrotsþjófum, og öðrum afbrotamönnum. Munurinn er þá enginn, þetta eru allt þjófar og bófar. Ég skora nú á sýslumenn, sem margir eru vandaðir menn og skynsamir, að rísa nú upp og krefjast þess við yfirmann sinn, Dómsmálaráðherra, að fá að skila öllu þýfinu. Þetta ber þeim að gera virðingar sinnar, starfs og metnaðar vegna.


mbl.is Þarf að endurgreiða hundruð milljóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband