Efnahagur í USA enn á hraðri niðurleið.

Þessi frétt rennir stoðum undir það sem ég hef verið að halda fram í mínu bloggi undanfarið, að í USA eru menn bara að reyna að kjafta sig út úr kreppunni. Þar er allt á niðurleið ennþá. Eins og segir í fréttinni "Vanskil lántakenda fara stöðugt vaxandi..." Þetta segir allt sem segja þarf og er mjög traust vísbending um raunverulegt ástand. Vanskil færu jú ekki stöðugt vaxandi ef allt stæði í blóma eða uppsveifla væri hafin aftur. Þá myndu vanskil a.m.k. hætta að aukast, jafnvel þó það geti tekið tíma að greiða þau niður aftur.

Þetta rennir bara stoðum undir það að "efnahagsbatinn" í USA er bara "bubble recovery" og kjaftagangur sem stendur yfir á meðan Bandaríkjastjórn heldur áfram að ausa út skattfé. Þegar þeir hætta því fer hagkerfið algjörlega í rúst aftur og kreppan magnast sem aldrei fyrr.


mbl.is Enn botnlaust tap hjá bandarískum fasteignalánasjóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband