Frétt fyrir iðnaðarmenn og efnahagslífið.

Nú eru Stanley Tools og Black & Decker að renna saman í eitt fyrirtæki eftir yfirtökutilboð Stanley Tools á Black & Decker. Black & Decker framleiðir m.a. undir vörumerkinu DeWalt sem hefur verið vinsælt meðal iðnaðarmanna á Íslandi. Hluthafar í Black & Decker munu eiga um 49% í sameinuðu fyrirtæki, en gert er ráð fyrir að þessi samruni gangi í gegn á 1. ársfjórðungi 2010. Gert er ráð fyrir að sameinað fyrirtæki muni spara um 350 milljónir dollara á næstu 3. árum með sparnaði í yfirstjórn og hagræðingu í dreifingu og smásölu á vörum fyrirtækjanna.

Hagræðingin felur m.a. í sér fækkun starfsmanna, en nú starfa alls um 40.300 manns hjá fyrirtækjunum báðum, og er þetta enn eitt dæmið um stórfyrirtæki sem bregst við kreppunni og samdrætti í viðskiptum með því að segja upp fólki sem aftur leiðir til enn meira atvinnuleysis í USA og því að kreppan dýpkar enn þar. Uppsagnir starfsfólks eru því miður eðlileg framvinda og óhjákvæmileg keðjuverkun í fyrirtækjum sem reyna að bregðast við langvarandi kreppu og samdrætti.

Þess vegna er svo mikilvægt að stjórnvöld, bæði erlend og hér heima bregðist við samdrætti með einhverju öðru en að fleygja bara peningum í fjármálakerfið og hækka skatta og skera niður. Allt þetta þrennt getur bara aukið á kreppu en ekki dregið úr henni, því þetta leiðir allt til aukins atvinnuleysis og minni neyslu og umsvifa í þjóðfélaginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband