Mótsagnir Helga.

Það kemur margt gott fram í máli Helga Magnússonar. En hann er samt í mótsögn við sjálfan sig þegar hann hefur áhyggjur af refsigleði og hatri Íslendinga. Málið snýst ekki um það, heldur það að það verða engar framfarir á Íslandi, við komumst ekkert áfram ef ekki verður þverfótað fyrir glæpamönnum í viðskiptalífi landsins. Án smá hreinsunar á glæpagengjum og endurbóta á viðskiptasiðferði þarf ekkert að hugsa neitt frekar fram í tímann. Ef við ætlum að halda áfram á sömu braut með sömu aðilum og settu hér allt á hausinn þokumst við ekkert fram á við.

Þetta þarf Helgi að skilja. Til að koma atvinnugrein sinni, íslenskum iðnaði, á skrið aftur þarf Helgi að taka á með almenningi í þeirri viðleitni að koma glæpamönnum bak við lás og slá og bæta siðferði atvinnulífsins og ryðja þannig úr vegi helstu hindrunum til framfara í landinu.


mbl.is Enn föst í viðjum hrunsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband