Enn á niðurleið í spillingarfen hrægammanna.

ÍAV er ekki eina fyrirtækið sem ég heyrði af í dag sem er að gefa eftir undan kreppunni.

Það eru líka mörg minni fyrirtæki sem eru að niðurlotum komin og hafa ekki meira úthald. Þau munu þurfa að segja upp fólki á næstunni og leggja niður starfsemi og loka. Það er ekki bara beinn verkefnaskortur sem veldur því, heldur líka ósvífinn skuldareikningur bankanna og aðgerðaleysi. Það er að drepa allt í þessu þjóðfélagi að stjórnvöld og fjármálafyrirtækin standa aðgerðalaus hjá á meðan fólki og fyrirtækjum blæðir út fjárhagslega. Á sama tíma fjármagna bankarnir hrægamma í hrönnum til að þeir geti hirt afrakstur vinnusamra Íslendinga fyrir slikk.

Þetta er svo rotið og ógeðslegt og spillt stórnarfar á Íslandi að annað eins þekkist varla í friðsömum löndum.

Við Íslendingar eigum þannig vini á Alþingi og í bönkunum að við þurfum enga óvini til að fást við. Vinir okkar í stjórnkerfinu og bönkunum eru að gera út af við þjóðina, hratt og örugglega. Svei þessum ruslaralýð.


mbl.is 170 starfsmönnum ÍAV sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband