Tvær hliðar á öllum hlutum.

Út af fyrir sig er það alveg rétt hjá Sigurði að það þyrfti að fara eftir stjórnarskránni. Að því leyti má segja að ný stjórnarskrá sé óþörf. En á hinn bóginn er kannski rétt að velta líka fyrir sér af hverju ekki er farið eftir stjórnarskránni. Skyldi það nokkuð vera vegna þess að engin viðurlög séu við því að brjóta hana? Það eru engin refsiákvæði í stjórnarskránni vegna brota á henni og þar með er strax komin góð ástæða til að halda stjórnlagaþing. Það þarf nefnilega að útfæra stjórnarskrána þannig að menn (stjórnvöld) komist ekki refsilaust upp með að brjóta hana. Til þess að tryggja að farið verði eftir stjórnarskránni verður því að endurskoða hana, setja í hana refsiákvæði og uppskrift að því hverjir megi kæra stjórnarskrárbrot og hverjir eigi að dæma um þau.

Kannski mundi þetta eitt og sér duga til að farið yrði eftir stjórnarskránni, en að sjálfsögðu er margt í henni sem má laga og annað sem vantar og um að gera að fara í þetta allt saman á einu bretti.

Ég er í framboði til stjórnlagaþings og vil hafa stjórnarskrána þannig að fara verði eftir henni og að menn komist ekki upp með að sniðganga hana.

Það skiptir engu máli hvort stjórnarskráin er gömul, stutt og einföld eða löng og ítarleg og nútímaleg, ef ekkert er í henni sem neyðir menn til að fara eftir henni. Þannig að ég þakka bara Sigurði fyrir álit sitt, sem einmitt er rökrétt út af fyrir sig en sýnir um leið nauðsyn þess að endurskoða stjórnarskrána.


mbl.is Líst ekkert á stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband