Kjósendur ekki heldur sannfærðir.

Það er augljóst að Guðmundur er ekki sá eini sem hefur ekki sannfæringu fyrir ákærum.

Ný skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokka sýnir að t.d. þeir flokkar sem höfðu innbyrðis þá ráðherra sem sumir vilja nú ákæra hafa gott fylgi meðal almennings. Raunar hefur næstsíðasta stjórn mun betra fylgi en núverandi stjórnarflokkar sem njóta stuðnings um 48% kjósenda á meðan landsdómsráðherrastjórnarflokkarnir hafa stuðning um 58% kjósenda. Þetta segir manni meðal annars að meginhluti kjósenda er ekki að sækjast eftir að fyrrv. ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. Ef sterkur vilji væri fyrir slíku, þá kæmi það væntanlega fram í fylgi flokkanna, sem enn í dag hafa á að skipa mörgum þingmönnum og nokkrum ráðherrum sem tóku þátt í þeirri ríkisstjórn sem að hluta á að draga fyrir landsdóm.

Það einfaldasta fyrir kjósendur væri bara að beina fylgi sínu annað en til þeirra flokka sem mynduðu landsdómsstjórnina. Það vita allir að það eru flokkarnir sem ráða ferðinni og gerðum ráðherranna þannig að ef ráðherra er sekur um eitthvað misjafnt í störfum sínum þá er flokkurinn það ekki síður. En kjósendum finnst þetta greinilega lítið mál.

Sennilega hefur almenningur miklu meiri áhuga á að draga bankaræningjana sjálfa fyrir dóm. Hvenær ætlar Alþingi að greiða atkvæði um það?


mbl.is Hefur ekki sannfæringu fyrir ákærum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín H Berg Martino

Algjörlega sammála þér.

Kristín H Berg Martino, 28.9.2010 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband