Bófarnir stikkfrí á meðan þingmenn eru uppteknir af sjálfum sér.

Nú hlakkar líklega í bankaræningjunum. Það er búið að finna alþingismönnum eitthvað að gera sem dregur athyglina frá aðalskúrkunum sem mestu ollu um bankahrunið á Íslandi og ófarir Íslands. Hvað skyldu nú ræningjarnir eiga stóran þátt í þessari sýningu? Eru fjölmiðlar og þeir stjórnmálamenn sem standa fyrir þessu áhlaupi á fyrrv. ráðherra að vinna fyrir bankaræningjana eða almenning?

Alþingi er nú upptekið af sjálfsskoðun og hörku pólitík um hvaða pólitíkusa eigi að draga fyrir Landsdóm og hverja ekki. Á meðan þarf ekki að óttast að þingmenn beiti sér fyrir aðgerðum gegn bankaræningjunum sjálfum, þeim mönnum sem tæmdu bankana undir sinni stjórn og með því m.a. að plata stjórnmálamenn og ráðherra.

Í staðinn fyrir að láta plata sig fá ráðherrarnir nú alla athyglina og umræðu um hvort draga eigi þá fyrir landsdóm vegna aðgera eða aðgerðaleysis mánuðina fyrir hrunið.

En í staðinn fyrir bankaránið fá bankaræningjarnir nú frið í bili úr því að búið er að stilla nokkrum ráðherrum upp fyrir pólitíska aftökusveit.

Mér finnst mikil skítalykt af því alþingismenn eru duglegir við að gera ekki neitt nema að standa í pólitískum vígaferlum. Úr þeirri áttinni er ekkert verið að pota í efnahagslega hryðjuverkamenn Íslands, það er ekkert verið að hjálpa almenningi á lappirnar eftir hrunið. En nú er þrasað um það á þingi hvaða pólitíkusun sé helst um að kenna að illa fór. Mér sýnist að það sé augljóst að það er nokkurn veginn jafn mikið öllum að kenna nema VG. En það er hins vegar að verulegu leyti á ábyrgð VG að ekkert er gert til að taka á bófunum núna og þar með eru VG að verða alveg jafn illa sekir um vanrækslu og allir hinir. Þannig að þess vegna má draga allt heila klabbið fyrir Landsdóm. En það breytir ekki því að Landsdómur tekur ekkert á bankaræningjunum sjálfum. Þeir virðast vera stikkfrí í bili, en eru þó þeir sem ættu að vera komnir í steininn, allir með tölu, nú þegar.


mbl.is Umræðu líklega frestað á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband