Nefndin gleymdi alveg að leggja til eina rannsókn í viðbót en annars athyglisverðar og skynsamlegar tillögur.

Mér finnst það athyglisvert og skynsamlegt að rannska starfsemi lífeyrissjóða á Íslandi. Bæði vegna þess að að almennt virðist vera of mikil dulúð yfir starfsemi þeirra og fjárfestingum og eins vegna þess að núna er uppi verulegur ótti um að ekki séu öll kurl komin til grafar varðandi það hvað útrásarliðið komst með lúkurnar djúpt í þessa sjóði.

Þetta er skynsamlegt hjá þingmannanefndinni sem og flestar aðrar tillögur þeirra.

Það eina mikilvæga sem vantar hjá þessari nefnd er að hún leggi til rannsókn á fjárhagslegum tengslum og öðrum tengslum þingmanna við útrásina svokölluðu og fjármálastarfsemi í landinu, styrkveitingar, hagsmunatengsl, fjölskyldutengsl o.s.frv. og hvaða áhrif þessi tengsl, ef einhver eru, hafa haft á lagasetningu og starfsemi alþingis.

Það er skrýtið að nefndin hafi gleymt þessu, því þetta hlýtur hvort eð er að verða til umræðu þegar landsdómur verður kallaður saman eins og stefnt virðist að.

Það verður varla hægt að fara í gegn um þessi mál nema fyrir liggi af hverju t.d. frjálslegri lög um fjármálastarfsemi í undanfara hrunsins hafa runnið í gegn um alþingi á undanförnum árum. Var allt með felldu í þeirri lagasetningu?


mbl.is Leggja til rannsókn á starfsemi lífeyrissjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband