Ekki óeðlilegt svar í höfuðborg Evróklámsins - en samt ekki gott mál.

Hvað er verið að æsa sig yfir þessu!!

Jón Gnarr er bara hreinskilinn og saklaus Reykvískur borgarstjóri. Ég hef tekið eftir því á ferðum mínum um Evrópulönd að víða er klám- og kynlífsvæðingin miklu lengra komin en á Íslandi. Í þessum löndum mörgum hverjum þykir nú ekki tiltökumál að stelpur dansi alstrípaðar á súlustöðum, að kynlíf sé selt á löglegan hátt, að klámmyndir séu á hótelherbergum og léttklæddar stelpur á síðum dagblaðanna á hverjum degi.

Og svona er þetta einmitt í Brussel, höfuðborg Evrópusambandsins. Er það nema von að í höfuðborg Evróklámsins hafi það hrokkið upp úr Jóni Gnarr að hann horfi aðallega á klám á netinu. Hann er enginn ógeðslegur dónakall ef þetta er mismæli út af öllu kláminu í kring um hann þarna úti. En kannski er þetta bara alveg satt hjá honum, en ekki mismæli.

En hvernig sem á þessu svari stendur þarf hann að passa sig. Hann er nefnilega með þessu svari að lenda í nákvæmlega sama klúðrinu og Jóhanna Sigurðardóttir, að umfjöllun um einkamál hans (sem ég geri ráð fyrir að klámáhorf hans á netinu sé) vekur miklu meiri athygli en erindi hans til Brussel sem borgarstjóri. Sama er með Jóhönnu. Það er enginn áhugi á henni neins staðar eða störfum hennar, fyrir utan það að hún er samkynhneigð og var að giftast annarri konu.

Nú fjölgar því enn í þeim hópi mektarmanna á Íslandi sem eru að verða alræmdir og heimsfrægir fyrir einkamál sína.

Fyrrv. biskup - kynferðisleg misnotkun.
Núv. forsætisráðherra - samkynhneigð.
Núv. borgarstóri - ógeðslegur dónakall.

Er ekki allt í lagi á Íslandi??


mbl.is Ætlar aldrei aftur til Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmmm....en er hann ógeðslegur dónakarl ef hann var að meina þetta ? Ég myndi nú frekar kalla hann óvenjulega hreinskilinn, venjulegan mann.....Kanski er það miskilningur hjá mér...og þá er ég bara ógeðslegur dónakarl líka, og í góðum félagskap.

Gunnar K. (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 06:47

2 identicon

Einmitt! Þetta síljúgandi stjórnmálalið hefur ekki enn fattað að Jón Gnarr er ekki stjórnmálamaður að upplagi, heldur venjulegur maður. Hann er ekki vanur því að ljúga eins og hann er langur til, eins og þau hin, heldur segir bara satt. Þau vilja greinilega frekar að hann ljúgi eins og þau hin. Ussssssssss!!!

Egill (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband