Heimskur utanríkisráðherra.

Hún talar einstaklega heimskulega hún Maxime Verhagen, utanríkisráðherra Hollands þegar hún segir það fáránlegt að tvær konur hafi verið handteknar í Suður Afríku vegna markaðsbrellu. Ég get með engu móti skilið hvað er fáránlegt við þessar handtökur.

Ef handtökurnar eru í samræmi við Suður Afrísk lög, þá er ekkert fáránlegt við þær. Þá er eini fáránleikinn sá að konurnar skuli ekki hafa haft vit á að kynna sér hvort markaðsbrella þeirra kynni að vera lögbrot og um leið að kanna hvaða viðurlög liggja við brotinu. Þá hefðu þær kannski hugsað sig betur um áður en þær ákváðu að auglýsa Bavaria á leiknum.

Það er alveg ótrúlega fáránlegur hugsanaháttur hjá sumum að halda að allt sem menn komast upp með í sínu heimalandi, sé líka í lagi alls staðar annars staðar.
Og þá er það ekki síður fáránlegt ef ráðherra í Hollandi heldur að hollensk lög gildi í Suður Afríku.

En kannski stafar þetta bara af tungumálaörðugleikum. Ef allir jarðarbúar töluðu og læsu sama tungumál þá hefðu þessar hollensku konur kannski átt auðveldara með að athuga út í hvað þær voru að fara. Auðvitað ættu allir jarðarbúar að tala sama tungumál. Þetta sannar það eina ferðina enn.


mbl.is Tvær konur handteknar vegna markaðsbrellu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Láttu ekki svona - Hollendingar eru gömul nýlendukúgunarþjóð sem kann ekki við að einhverjir Afríkuplebbar séu að setja lög sem henta ekki hollenskum ríkisborgurum.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.6.2010 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband