Detox eða Botox, hver er munurinn?

Ég horfði á Hrafnaþing á ÍNN áðan, enda ekkert nema fótbolti á hinni stöðinni hjá mér núna.

Á Hrafnaþingi var Ingva og konunum sem hann var með í þættinum tíðrætt um eitthvað stórkostlegt samsæri Landlæknis gegn Jónínu Ben út af einhverju detoxi sem hún stendur víst fyrir og er í tísku hjá landsmönnum núna í kreppunni.

Eftir því sem mér skildist er víst deilt um það hvort þetta detox telst til lækninga eða ekki, eitthvað var rætt um að fólk verði bráðhresst af þessari meðferð og skili inn lyfjum sem eru niðurgreidd af Tryggingastofnun. En það þykir víst ekki góð pilla að éta ekki lyfin sín. Sjálfsagt vilja yfirvöld róa þjóðina niður og koma henni allri á lyf svo hægt sé að halda áfram landráðum og hústökum yfirvalda og yfirmanna þeirra í bönkum landsins og AGS bankanum.

Ef þetta detox gerir einhverjum svo gott að hann getur lifað af öðru en pilluáti er það auðvitað bara mjög gott. Pillurnar verða hvort eða er teknar af fólki þegar ríkið eflir fjársöfnun sína fyrir AGS með niðurskurði á ríkisútgjöldum.

Svo er bara spurning hvað er með hina tox meðferðina, Botox meðferðina. Er það ekki annað tískufyrirbrigði? Kannski skottulækningar eins og þeir kalla það hjá landlækni. Hvað er gert í því? Er einhver munur þannig lagað séð á Detox og Botox?


mbl.is Detox ekki heilbrigðisþjónusta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, nei, detox og bótox er ekki sami hluturinn. Í öðru fer dótið inn en í hinu fer dótið út. Ég hélt nú að allir vissu þetta.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 00:19

2 identicon

Detox (fasta) hefur verið stunduð til lækninga og trúartilgangi í hundruði ára. Botox er nútíma rugl

Gríðarlegur munur á þessu tvennu

Már (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 01:38

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

annsi er mér illt í rassgatinu, ætli ég hafi fengið asnaspark í afturendann?

  







Guðmundur Júlíusson, 12.6.2010 kl. 02:06

4 identicon

Detox og botox er engann veginn það sama, þú ættir kannski að kynna þér málin áður en þú byrjar að tala útí loftið

Arnar Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 03:26

5 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Detox (fasta) hefur verið stunduð til lækninga og trúartilgangi í hundruði ára. Botox er nútíma rugl

Detox er sumsé eldra rugl og þ.a.l. hlýtur það að virka! Ef það kæmi nú í ljós að Kínverjar til forna hefðu potað bótulisma undir húðina á sér -að maður tali nú ekki um í trúartilgangi, myndi það þá allt í einu verða voða sniðugt? 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 12.6.2010 kl. 12:45

6 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæl öll og takk fyrir athugasemdirnar.

Botox er held ég flokkað með lýtalækningum, er sem sagt eitthvað til að laga útlitið á fólki. Detox er víst meira til að laga eitthvað innvortis ef ég skil þetta rétt. Og varla hægt að telja þetta tvennt hreinræktaðar lækningar. Þannig lagað er þetta alveg það sama. Þetta er svona svipað og að klippa á sér táneglurnar, það læknar mann af verkjum sem geta komið af að skórnir þrengja að of stórum og óklipptum tánöglum.

Jón Pétur Líndal, 12.6.2010 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband