Fjölmiðlar uppteknir af gríni en ekki alvöru?

Það hefur lengið legið fyrir að það þarf að hækka allt sem hægt er hjá borginni og fyrirtækjum hennar. Ég benti t.d. á það rétt fyrir kosningar í þessar færslu hér:

http://jonlindal.blog.is/blog/jonlindal/entry/1058051/

En auðvitað var mjög einfalt fyrir borgarfulltrúa að þegja um þetta fyrir kosningar. Fjölmiðlamenn eru almennt svo áhugalausir að þeir spyrja ekki margra spurninga sem máli skipta fyrir kosningar. En finnst þetta kannski mikið mál núna. Þeir höfðu meiri áhuga á því hvort Jón Gnarr væri að grínast eða ekki og hvað hann ætlaði að grínast lengi. Þeir viðurkenna ekki ennþá að þeir komu honum til valda með því að spekúlera svona mikið í framboði hans og Besta flokksins. Jón Gnarr spilaði skemmtilega með fjölmiðlamenn. Það var út af fyrir sig ágætt, en kannski dró það athyglina frá málum sem hefði mátt velta upp fyrir kosningar. En þeir hafa þá allavega skemmtilega afsökun fyrir að hafa ekki staðið sig í stykkinu.


mbl.is „Gjaldskráin verður að hækka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

thanks admin!

sikis (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband