Jafn saklausir af þessu og öllu öðru.

Það er ekkert hróflað við þessum bankamönnum og útrásarliði. Og verður ekkert frekar þó tuga eða hundruða milljarða skattsvik bætist við allt hitt sem þeir hafa verið að gera af sér. Þetta eru hvort eð er allt ósannaðar dylgjur sem eru svo fáránlegar að það verður ekkert gert í þessu. Þannig hefur viðhorfið allavega verið hingað til þegar maður talar um að stinga þessu liði í gæsluvarðhald og frysta eignir á meðan málin eru rannsökuð.

Og það er örugglega enginn vilji til þess hjá Jóhönnu að fara að láta þetta lið borga skatta, hún var alveg tilbúin í að borga undir nýtt fyrirtæki hjá Björgólfi Thor fyrir nokkrum mánuðum síðan, og þar innifalið að veita honum góða skattaafslætti. Þetta tal hjá ríkisstjórninni er bara enn eitt moldviðrið til að afsaka að ekkert sé gert, enda eru þau strax farin að skammast yfir því að þetta sé eitthvað sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi átt að gera fyrir 4-5 árum síðan. Þau ætla örugglega ekkert að gera annað en að röfla yfir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekkert gert. Og ef einhver raunverulegur vilji væri hjá þessari ríkisstjórn til að taka á þessu þá hefðu þau betur velt þessu fyrir sér áður en þau endurreistu bankana í fyrra horf með gömlu eigendurna og gömlu bankamennina innanborðs.

Alveg er þetta órúlega fyrirlitlegt lið sem aldrei getur framkvæmt eins og það talar.

Það er út af þessari endalausu spillingu og bulli sem við verðum nú vitni að á hverjum degi sem Íslendingar verða að krefjast beinnar aðkomu að ákvarðanatöku, beins lýðræðis, svo hægt sé að vinda ofan af spilltum stjórnmálamönnum og vinum þeirra í sínu prívat hagkerfi sem virðist alveg vera fyrir utan lög og reglu.


mbl.is Hundraða milljarða skattsvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband