Hræðilegur hugsanagangur Birnu.

Það er hrikalegur feill í hugsanagangi Birnu bankastjóra.

Í hreinskilni sinni vill hún hafa borð fyrir báru til að takast á við vanda fyrirtækja og heimila. "Það síðasta sem við þurfum á að halda er að bankarnir hafi ekki bolmagn til þess að koma þeim fyrirtækjum og heimilum sem á þurfa að halda gegnum erfiðleikana.” segir hún orðrétt í þessari grein og heldur því fram að hún sé þar með að horfast í augu við raunveruleikann.

Ég sé líka raunveruleikann. Og hann er sá að bankarnir komu Íslandi, bæði fólki og fyrirtækjum í þann vanda sem við erum í. Og raunveruleikinn er líka sá að það eina sem hefur verið reynt að bjarga í landinu undanfarið, eru bankarnir sem hafa fengið ómælda aðstoð frá ríkinu, frá fólkinu í landinu, til að komast á lappirnar aftur. Þessa björgun vill Birna greinilega launa með því að pína út úr almenningi allt sem hann getur borgað. Hún er bara að hugsa um hag lánardrottna eins og hún segir óbeint í Mbl. þegar hún vísar til þess að lánardrottnar vilji fá sem mest upp í sínar kröfur. það var mikið óheillaverk þegar íslenska ríkið fór að styðja við bankana og lánardrottna til að þeir gætu ráðist samstundis aftur á almenning í landinu. En þetta finnst henni Birnu sniðugt, þetta er hennar raunveruleiki. Þetta er mín hreinskilnislega afstaða í þessu.


mbl.is Birna: Erum að nota svigrúmið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Baldursson

Heyr Heyr

Sigurður Baldursson, 13.3.2010 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband