Sannleikurinn hripar smám saman gegn um lygavefinn.

Þetta var afbragðs gott hjá Björgvini G. Sigurðssyni, að taka til varna og útskýra sína aðild að þessum meintu lygum íslenskra stjórnvalda. Og ekki síður að benda á nokkrar staðreyndir sem Hollendingar hefðu nú átt að vinna út frá strax í upphafi þegar Icesave reikningunum var ýtt úr vör í Hollandi, eins og t.d. því að þeir töldu sjálfir að íslenska efnahagskerfið væri ekki traust og svo hinu að þeim bar sjálfum að afla sér upplýsinga og fylgjast vel með öllu skítabakaríinu frá upphafi skv. eigin reglum.

Þetta er nauðsynlegt að gera, að verjast með sannleikanum og öðrum góðum rökum. Það er það besta sem hægt er að gera, aldrei hægt að fara illa út úr því. En það er óskiljanlegt hvað mikið er búið að lepja upp kröfur Breta og Hollendinga án þess að gera miklar athugasemdir við þær. Kannski er þetta loksins að breytast eitthvað. Vonandi.

Og svo þarf að stinga glæponunum í fangelsi og frysta eignir þeirra strax, ekki má gleyma því. Þó ekki sé búið að fullsanna alla glæpina þá standa yfir margar rannsóknir, margir bankar tómir og peningar glataðir í stórum stíl. Grunsemdir eru því nægar til að taka menn í fría gistingu á meðan mál eru krufin til mergjar.


mbl.is Ólíðandi ávirðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband