Algjör mistök að bjarga þessu fyrirtæki.

Það hefði orðið stórum ódýrara fyrir ríkiskassann að leyfa þessu fyrirtæki, AIG, að fara á hausinn. Þegar svona fyrirtæki er bjargað, er ekki bara verið að bjarga fyrirtækinu og halda uppi stöðugleika í fjármálakerfinu. Starfsmenn fyrirtækisins eru ekkert að þakka þessa björgun. Þeir þvert á móti slíta út úr björgunaraðilanum eins mikla peninga og þeir geta fyrir sjálfa sig. Í þessu umhverfi þykir það ekki þakkarvert að utanaðkomandi aðilar hysji upp um menn brækurnar og bjargi þeim. Það þykir ekki þess virði að halda störfum að á móti sé hægt að slá af launakröfum. Það þykir ekki einu sinni rétt að gefa eftir bónusa sem menn fá fyrir góðan árangur í vinnunni, þegar árangurinn hefur verið afleitur. Þess vegna á að láta svona fyrirtæki fara á hausinn. Það á ekki að koma nálægt þessu með skattfé. En þarna ræður sjálfsagt ferðinni eins og víðar að stjórnmálamenn eru spilltir og vitlausir.
mbl.is Reiði vegna bónusgreiðslna AIG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband