Sambærilegur fjárlagahalli hjá Obama og Steingrími.

Hussein Obama hefur afrekað það á fyrsta ári sínu sem forseti Bandaríkjanna að setja nýtt met í fjárlagahalla landsins. Á árinu 2010 ætlar hann að bæta sitt eigið met. M.v. höfðatölureglu þá er fjárlagahallinn í USA síst minni en hér þannig að þarna eru þeir á svipuðu róli Obama og Steingrímur. Samt er Obama ekki að taka að sér allt fjármálakerfi Bandaríkjanna eins og Steingrímur vill bjarga öllu fjármálakerfi Íslands, og gott betur. En Obama vegur þetta upp hjá sér með öflugum stríðsrekstri á erlendri grund. Þar er Steingrímur stikkfrí.
En báðir eiga það sem sagt sameiginlegt að hafa sett nýtt landsmet í fjárlagahalla, hvor í sínu landi. Það er gott fyrir þessar þjóðir að hafa svona leiðtoga. Eða er það ekki?

Annað sem þeir eiga sameiginlegt er að langt er síðan þjóðir þeirra hafa hafa litið öðrum eins vonaraugum til leiðtogakandídata eins og Bandaríkjamenn og Íslendingar gerðu í fyrra varðandi þessa félaga í upphafi stjórnarferils þeirra. Hafa þeir nú staðið undir væntingum?


mbl.is Metfjárlagahalla spáð vestra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband