Hér er ekki lýðræði, heldur fáræði. Hér ræður ekki lýðurinn, heldur fáráðlingarnir.

Enn er fyrirhugað að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram. Það er gott. En um leið eru allir ráðamenn þjóðarinnar að hugsa um hvað þeir geta gert til að halda áfram með málið í andstöðu við vilja þjóðarinnar þegar atkvæði hafa fallið. Ekki virðist vera inni í myndinni að hlýta lýðræðislegri niðurstöðu möglunarlaust.

Ég hef verið að velta aðeins fyrir mér lýðræðinu og því hvað ráðamönnum þykir slæmt að lúta því. Þess vegna er lýðræðið alls staðar útfært á eins ólýðræðislegan hátt og hægt er í heiminum í dag.

Þessi ólýðræðislega útgáfa af lýðræðinu kemur fram í því að lýðurinn fær ekkert að skipta sér af afgreiðslu nokkurra mála, að frátöldum örfáum undantekningum í stöku löndum. Reglan er sú að lýðurinn fær bara að kjósa sér valdaræningja til nokkurra ára í senn og þó varla. Því það eru bara kosnir flokkar en ekki einstaklingar í flestum löndum. Það eru sem sagt kosnir þessir milliliðir, flokkar og fulltrúar þeirra. Þannig ríkir í raun fáræði, sem er náskylt einræði, en ekki lýðræði. Lýðurinn kýs fáa fulltrúa en hefur hins vegar engin bein áhrif á ákvarðanatöku þessara fulltrúa. Þeir gera það sem þeim sýnist að kosningabaráttu lokinni.

Í stuttu máli má draga þetta saman. Á frekar ólýðræðislegan hátt kemur lýðurinn sér saman um fáræði stjórnmálaflokka til fjögurra ára í senn. Fulltrúar stjórnmálaflokkanna, réttilega má kalla þá fáráðlinga í þessu samhengi, fara svo með völdin eins og einræðisherrar, að eigin geðþótta og án afskipta lýðsins þar til kjörtímabili lýkur.

Er að undra að þetta kerfi gefist yfirleitt misilla, en sjaldan eða aldrei vel?

Förum nú að breyta þessu. Tökum upp beint lýðræði, sem er hið eina raunverulega lýðræði.


mbl.is Eðlilegt að undirbúa viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Björgvinsson

Þau eru súr sagði refurinn.

Bara af því að þú varst ekki kosinn er kerfið ómögulegt, come on. það er kannski ekki fullkomið en eins slæmt og þú segir er það alls ekki. Það er líka aðeins of auðvelt að segja beint lýðræði án þess að skilgreina það. Á til dæmis að kjósa áður en það er ákveðið að rifðja snjó eða slökkva eld?

Ekki vera svona sár, það er margt sem má miklu betur fara en ekki allt.

Kjartan Björgvinsson, 23.1.2010 kl. 02:15

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Kjartan og takk fyrir athugasemdina.

Ég réði engu ef ég hefði komið minni stefnu í framkvæmd, þá réðu kjósendur ferðinni. Ég er bara að vekja athygli á því að beint lýðræði er ekki ný hygmynd. En þetta hentar bara svo illa fyrir þá sem vilja öllu ráða sjálfir, þess vegna kemst aldrei á neitt alvöru lýðræði nokkurs staðar. Þú sérð það bara núna í þessari kreppu sem gengur yfir heiminn að lýðnum er sagt að borga ósómann en alls staðar forðast menn að fyrirbyggja að þetta geti endurtekið sig fljótlega.

Þó er alveg jafn auðvelt fyrir þá sem stjórna að fyrirbyggja vandann eins og að leggja á nýja skatta til að borga hann.

Lýðræðið í dag gengur nú bara út á það að tala yfir lýðnum, ekki hlusta á hann.

En það er búið að venja fólk við þetta kerfi og mörgum finnst sjálfsagt að líta svo á að það sé ekkert annað fyrirkomulag í boði. Þessi villa í hugsunarhætti almennings er helsta tromp þeirra sem hafa tekið völdin af fólkinu. Íhugaðu þetta betur, ég finn að þú hefur allavega efasemdir um kerfið úr því þér finnst taka því að svara mér.

Jón Pétur Líndal, 23.1.2010 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband