Tilbreyting frá daglegri umræðu.

Það getur auðvitað verið viðkvæmt ef verið er að ýkja eða ljúga upp sögum af látnu fólki. Látnir eru þjóðfélagshópur sem á erfitt með að svara fyrir sig. Yfirleitt gerir þetta samt ekki til, það vita allir sem sögurnar heyra að það skiptir mestu máli hve alvarlega menn taka sögunum. Í þessu umrædda tilviki get ég ekki lagt mat á hvort verið er að gera úlfalda úr mýflugu eða ekki, en það er allavega nýnæmi í fréttum að deilur rísi út af draugasögum og kirkjugarðsferðum. Þannig að þetta er tilbreyting frá hefðbundinni umræðu.

Verra þykir mér þó en þetta, þar sem Jónas Freydal er að skemmta ferðafólki í kirkjugarðinum með alls kyns sögum um íbúana, að stjórnvöld hafa alveg sama verklag og Jónas. Þau fóðra landsmenn líka á hálfgerðum draugasögum, halda réttum upplýsingum út af fyrir sig og magna upp alls konar óvætti til að ógna landsmönnum með. Kannski Skattamóri og Jóhanna Heilaga Hvítavofa séu bara í raun og veru draugar. Það getur nú skýrt margt fyrir manni ef tilfellið er að draugar stjórni landinu. Og sömuleiðis ef þau eru alltaf að segja draugasögur, þó þau séu ekki draugar sjálf, þá skýrir það líka margt. Þá skilur maður alls konar vitleysu sem maður heyri frá þeim skötuhjúum. Þetta eru kannski bara draugasögur en ekki alvöru stjórnmál. Og kannski væri bara til bóta að fá Jónas Freydal í ríkisstjórnina, ég hugsa að hann sé bara að segja skemmtilegri draugasögur en Skattamóri og Hvítavofa.


mbl.is Falsaðar sögur af látnum ekki líðandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband